Vera


Vera - 01.10.1992, Qupperneq 48

Vera - 01.10.1992, Qupperneq 48
nám með lítil börn eða að standa í daglegu stússi vegna stutts skóladags og dagvistarskorts.“ ■ Nú hefur málfhitningur hinna stjórnmálajlokkanna breyst lítil- lega og þeir tala öðru hveiju um mál sem venjulega eru kölluð kvennamál. Finnst þér það þróun í rétta átt? „Mér flnnst það þróun í rétta átt. Við konur verðum þó að halda vel á spöðunum til að tryggja að svona viljayfirlýsingar þeirra á hátíðastundum verði að veruleika. Þvi miður er ekki bjart fram undan eins og ástandið er í dag. Gömlu flokkarnir hafa litlu breytt í raun í áranna rás og nú er algjört svartnætti ríkjandi í vel- ferðar- og samhjálparmálum. Við höfum verið illyrmislega minnt á það nú að eitt eru orð, annað framkvæmdir. Við konur verðum að taka höndum saman og spyrna gegn þessu hver á sínum stað“. ■ Þú hefur lagt fram nokkrar tillögur um menningarmál sem svo hafa verið teknar upp seinna og samþykktar. Hvaða tillögur eru það helstar? „Ég lagði t.d. fram tillögu um að borgin keypti Iðnó, reyndar í tví- eða þrígang. Ég varð afar glöð í mínu hjarta þegar sú tillaga var samþykkt á fyrsta fundi borgar- stjórnar í ráðhúsinu. Það skal sagt núverandi borgarstjóra til hróss að hann lét það ekki aftra sér við kaup á húsinu að fyrir lá tillaga Kvennalistans um málið, hann lét sig hafa það! Ég lagði einnig fram tillögu um að Hafnar- húsinu yrði breytt í verslanir, sýningarsali og yfirbyggt mark- aðstorg. Þeirrí tillögu var vísað til Hafnarstjórnar og er þar í framkvæmd. Ég lagði einnig til að Borgarbókasafnið fengi inni í Morgunblaðshúsinu og að húsið verði fært í stíl við umhverfi sitt. Ég get ekki betur séð en að tillagan verði framkvæmd. Ég er montin yfir þessu öllu og kemur þá hreint ekkert við t.d. hver á húsnæði Moggans. Ef þetta getur orðið til hagsbóta fýrir miðbæinn okkar, sem hefur verið að drabbast niður, er ég ánægð. Nú það er ýmislegt annað. Við höfum verið iðnar við kolann í skóla- málunum og umferðarmálum og ýmislegt af því hefur þegar skilað sér. Árum saman fluttum við Kvennalistakonur og síðan allur minnihlutinn, tillögu um ung- Elín ásamt Guðrúnu Ögmundsdóttur, arftaka sínum í borgarstjórn. Ljósm. Anna Fjóla Gísladóttir „Þeir þurfa ekki að lifa á láau laununum, þeir purfa ekki að horfast í augu við að geta ekki stundað nám með lítil börn eða að standa í daglegu stússi vegna stutts skóladags og dagvistaskorts." „Við konur verðum þó að halda vel á spöðunum til að tryagja að viljayfir- (vsingar þeirra á hátíðastundum verði að veruleika." lingahús í miðbænum. Nú er það orðið að veruleika, að vísu ekki alveg í miðbænum, en „Hitt húsið“ er unglingahús í gamla Þórskaffi. Svona gerast hlutirnir. En þetta tekur tíma og það reynir á úthaldið og þolinmæðina“. ■ Nú eigum við að búa við lýðræð- islegt stjórnskipulag. Hvernig virkar það í raun? „Eftir reynslu mína af stjórn- málum í borginni hef ég orðið miklar efasemdir um að fulltrúa- lýðræði okkar virki, mér finnst það hreinlega steyta á svo mörg- um skerjum í framkvæmd. Ein- ungis örfáir i þjóðfélaginu hugsa um stjórnmál og í krafti sinnu- leysis almennings ráða kjörnir fulltrúar nánast einir ferðinni milli kosninga, án samráðs. Þetta stangast algerlega á við megin- hugmyndir um fulltrúalýðræði, sem felur í sér tímabundið valda- afsal til kjörinna fulltrúa. Þeim er trúað fýrir umboðinu í krafti yfirlýsinga fýrir kosningar, þeir eiga að breyta samkvæmt því og vinna í samráði og sátt við umbjóðendur sína. Að senda fulltrúa inn í sveitarstjórnir og á Alþingi og Iáta þá svo meira og minna eina um framkvæmdina á milli kosninga býður upp á misbeitingu valdsins og henti- stefnu stjórnvalda.“ ■ Nú lagðir þú fram tillögu þess efnis aðfólki yrði gert auðveldara að fylgjast með störfum borgar- stjórnar. Hvernig hefur þeirri til- lögu reitt af? „Ég lagði til að borgarstjórnar- fundir yrðu betur auglýstir og það var samþykkt. Einnig að fundir helstu nefnda og ráða yrðu opnaðir fyrir almenningi. Borgar- stjórnarfundir eru opnir en ef fólk veit ekki af þeim kemur það ekki. Alþingi er með daglega fundi og fólk getur komið þangað og fylgst með. Þetta er öðruvisi í borgar- stjórn. Þar eru fundir tvisvar í mánuði, fýrsta og þriðja fimmtu- dag hvers mánaðar kl. 17.00. Þetta þarf fólk að vita og einnig hvaða mál liggja fýrir og hvenær þau eru á dagskrá. Ég ítrekaði þvi tillögu um að ágreiningsmál og tillögur yrðu færð fýrst á dagskrá þannig að fólk gæti vitað að fljót- lega á fundinum yrðu tekin fýrir þau mál sem það hefði hugsan- lega meiri áhuga á en öðrum. Þeir felldu þessa tillögu og einnig tillögu mína um að skylt væri að efna til kosninga um mál ef tíundi hluti kosningabærra Reykvikinga eða einn þriðji borgarfulltrúa æsktu þess. Allt yrði þetta að mínu viti til að efla og auka lýðræðisvitund almennings og framkvæmd fulltrúalýðræðis. Þetta var auðvitað ekki sam- þykkt, en vísað nánast rakalaust frá. Ekkert lýðræði hér í borg, það gæti ruglað kerfinu, jafnvel verið misbeitt af lýðnum“. ■ Hvað tekur nú við hjá þér? „Ég ætla að starfa áfram í Kvennalistanum til að reynsla mín nýtist sem best. Ég mun starfa með borgarmálahópi, vera hægri hönd Guðrúnar Ögmunds- dóttur eftir því sem hún kærir sig um. Ég er yfirkennari í mínum skóla eftir sem áður. Ég verð einnig í listasögu i Háskólanum, hjá Birni Th. Björnssyni, sem er engum líkur. Það eru góð skipti á fimmtudögum. Svo vonast ég til að ég hafi meiri tíma til að stunda golfið, fara út fýrir bæjarmörkin og njóta þess að vera til. Ég mun verða sama baráttukonan áfram, þó sjálfselskari en hingað til. Ég mun taka mig mátulega hátíðlega áfram, hlæja og sprella með góðu fólki, enda svo hraust og hress að mér finnst ég enn vera sama skrýtna stelpan úr Vesturbæn- um.“ □ ÞB 48

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.