Vera


Vera - 01.10.1992, Page 41

Vera - 01.10.1992, Page 41
ÆFINGIN SKAPAR MEISTARANN Nýlega kom út bók með þessu nafni skrifuð af Margréti Pálu Ólafsdóttur, leikskólastjóra. Þar lýsir Margrét Pála starfl leikskólans Hjalla, sem hefur verið umtalaður vegna sér- stæðs skipulags skólans. Kynjaskiptar deildir, eða kjarnar eins og Margrét Pála kýs að kalla það, hafa vakið hvað mesta athygli. Ýmsir aðrir þættir uppeldisstarfsins á Hjalla eru ekki síður at- hyglisverðir, má þar nefna kjörnunina sem er grundvöllur þeirra vinnubragða sem notuð eru í leikskólanum, og svo að sjálfsögðu æflngin sem skapar meistarann. Margrét Pála segir frá því þegar sú hugmynd kviknaði íýrst hjá henni að vinna með drengi og stúlkur hvort í sínu lagi. Hún sat við matarborðið með börnunum og einn drengjanna sýndi yflrgang og frekju. Hún stoppaði drenginn með ákveðni og hann tók því létt og lét segjast. Þegar hún leit svo á stúlkurnar sátu þær stilltar og prúðar og mændu á hana augum sem sögðu: „Sjáðu hvað við erum góðar“. Stúlkurnar tóku sem sagt skilaboðin sem ætluð voru drengjunum til sín og urðu enn stilltari og tóku enn minna svigrúm en áður. Þarna byijaði Margrét Pála að kjarna hugs- un sína. Kjörnun þýðir einfaldlega að skerpa skilning og skynjun á raunveruleikanum með því að skoða hina smæstu ein- ingu, það er kjarnann sjálfan. Þegar búið er að fá nægilega skýra sýn á hvern einstakan þátt er loks hægt að byrja að tengja þá saman í eina heild. Fýrsta skreflð var að gera sér grein íýrir þvi hveiju þarf að breyta hjá stúlkum og drengj- um. Margrét Pála kannaði sjálfsmynd stúlkna og drengja þegar þau hófu skólagöngu á Hjalla. Stúlkunum fannst þær flottar, ágætar, sætar, fínar. Drengjunum fannst þeir flottir, stórir, sterkir. Þau höfðu sem sagt hefðbundnar hugmyndir um það hvaða eiginleika stúlk- ur og drengir ættu að hafa. Þvi þarf að leggja meiri áherslu á að kenna stúlkum karlkennda eiginleika og drengjum kven- kennda eiginleika. Vinnan með stúlkunum hófst á þvi að kenna þeim að hætta að vera bjargarlausir þolendur og verða þess i stað gerendur. Margrét Pála nefnir dæmi um stúlku sem situr í hring með öðrum stúlkum og segir í vælutón: „Ég er í kremju". í þetta sinn varð svar fóstr- unnar: „Hvað segirðu, ætlarðu að vera lengi í kremju?" Síðan fór fram umræða í hópnum sem snerist um það hvað stúlkan ætti að gera. Að mati Margrétar Pálu þarf hún að vita hvað hún vill og hvernig hún ætlar að ná markinu. Fóstrurnar skoðuðu einnig eigið bjargarleysi og ekki virt- ust þær hótinu betri en stúlk- urnar. „Ertu búir. að vinna snemma í dag?“ spyr fóstra sem vantar far heim, en ætti heldur að segja: „Get ég fengið far með þér heim?“. „Hvað ætlar þú að gera með þínum hópi í vinnustund?“ spyr sú sem langar mest að fara með sinn hóp í salinn, í stað þess að segja: „Ég vil helst fara í salinn núna, er ykkur sama?“. Margrét Pála kallar þetta þolendaskilaboð, og fóstrur og börn hafa vanið hvert annað af þvi að nota þau með þvi að svara: „Því spyrðu?" eða „Hvað ertu að meina?“. Svör eins og „Hvað ætlarðu að gera í því?“ eða „Get ég bjargað einhveiju fýrir þig?“ hafa reynst einstak- lega gagnleg viðbrögð við bjargarleysinu og sent ábyrgð- ina aftur á sinn stað. Kjarkæjingar eru einn þátt- ur í starfínu. Með þeim lærist stúlkunum að taka olnboga- rými, þora að framkvæma og láta í sér heyra. Dæmi um kjarkæfingu er að ganga ber- fættur í hrauninu, á nibbun- um, þó að það sé vont og sigr- ast á þvi. Stúlkurnar belgjast upp af stolti og verða „hraust- ustu stelpurnar í Hafnarflrði“. Margrét Pála segir frá rann- sókn þar sem fram kom að drengir eiga mun auðveldara með að taka þvi að mistakast en stúlkur. Þess vegna þróuðu þær æflngar þar sem stúlk- urnar settu markið svo hátt að nær óhugsandi var annað en að þeim mistækist. Þeim var kennt það hugarfar að taka mistökunum léttar, sem virtist auka metnað þeirra til þess að standa sig enn betur, byggja upp kjark og þor til að takast á við erflð verkefni. Vinnan með drengjunum er fyrst og fremst ögun. Að kenna drengjunum að virða og fara eftir reglum, sem ekki er framfýlgt með valdboði, heldur með þjálfun og útskýringum á þvi hvernig reglurnar nýtast okkur. Allir geta kvartað und- an reglunum og komið með tillögur að breytingum. Á þann hátt læra drengirnir að fara viðurkenndar leiðir þegar þeir vilja hafa annan hátt á en viðhafður er. Æflng í boðlegri framkomu er þjálfun í að kunna að þegja þegar aðrir tala, nota talmál og jákvæð samskipti til að leysa ágrein- ingsmál í stað hnefanna og að kunna að fara eftir fýrir- mælum. Á sama tíma og kjarkæfing- arnar byijuðu hjá stúlkunum hófust nálægðaræjingar hjá drengjunum. Með þeim eru drengjunum kenndir eigin- leikar sem taldir eru kvenlegir svo sem blíða, nálægð og umhyggja. Frá upphafl hafa allar deildir leikskólans setið í hring og látið óskasteininn ganga. Hver og einn situr þá með lukt augun, sá sem hefur óskasteininn í höndunum sendir óskina sína af stað og allir hinir hugsa til hans. Áhersla er lögð á mætingu barnanna. í byrjun dags er kannað hvort einhveija vanti og þá velta drengirnir því fýrir sér hvers vegna sá sem ekki er kominn er fjarverandi. Er hann ef til vill lasinn? Þá haldast allir í hendur og senda góðar hugsanir til þess veika. Nálægðaræjingar eru einnig snerting af öllu tagi. Dreng- irnir æfðu sig í þvi að þvo fætur hver annars og bera síðan gott krem á þá. Þar sem stúlkur eru nærverandi eru það oft þær sem sjá um að annast yngri börnin og þá sem meiða sig en í drengjahópnum verða þeir að taka ábyrgð hver á öðrum. Það hefur mikið gildi að leyfa drengjunum að leysa sín mál sjálflr. Þeir læra að gæta bróður síns. Að loknum lestri bókarinnar virðist mér að við hefðum öll gott af því að kjarna hugsanir okkar að hætti Hjallastefn- unnar. Hver hefur ekki gott af því að æfa sig í að vera gerandi fremur en þolandi, ásamt skammti af kjarkæfmgum og nálægðaræfingum? □ KK 41

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.