Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Page 5

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Page 5
Störf Verkfræðingafjelags íslands 1915 0. fl. 1. Fnndarhöld. 21. fundur Verkfræðingafjelagsins var lialdinn á Hótel Reykjavík þriðjudaginn 19. janúar 1915. For- maður stýrði fundinum. Frumvarp til reglna um gerðardóm V. F. í. lá fyrir; var vísað til 2. um- ræðu. Því næst flutti Jón Þorláksson erindi um vegi á íslandi. Erindið er prentað hér aftar, einnig í enskri þj'ðingu. 11 félagsmenn voru við- staddir. 22. fundur, sem var aðalfundur, var haldinn á Hótel . Reykjavik þriðjudaginn 16. febrúar 1915. Var Á s g e i r Torfason kosinn fundarstjóri. 1. Formaður gaf skýrslu um störf fjelagsins á árinu 1914. 2. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaðan reikn- ing. Tekjurnar höfðu verið : Tillög félagsmanna.................kr. 290,00 Tekjur af ársritinu..................— 153,50 Ýmsar tekjur.........................— 12,81 í sjóði 1. jan. 1914 ................— 292,16 Samtals kr. 748,47 En útgjöldin: Kostnaðaur við fundarhöld . . kr. 57,30 -----— ársritið ... — 402,10 Ýmisleg útgjöld................— 28,93 í sjóði 31. des. 1914..........— 260,14 Samtals kr. 748,47 Reikningurinn var samþyktur. 3. P . S m i t li gekk úr stjórninni, en var end- urkosinn. 4. Endurskoðendur, S i g . T li o r o d d s e n og Geir Zoega, voru endurkosnir. 5. Til annarar umræðu var frumvarp til reglna um gerðardóm, og var því vísað til 3. umræðu. Á fundi voru 10 fjelagsmenn. 23. fundur var haldinn á Hótel Reykjavík föstu- daginn 12. marz 1915. Varaformaður stýrði fundin- um. Til 3. umræðu var frumvarp til reglna um gerðardóm, sem var samþykt með nokkrum breyt- ingum. Það er prentað hjer aftar, eins og það var samþykt. Því næst llutli dr. phil. G u ð m u n d u r Finnbogason fyrirlestur um »vinnuvísindi«, og urðu nokkrar umræður á eftir. Fyrirlesturinn hefur seinna verið prentaður í »Vit og strit«. 24. fundur var haldinn fimtudaginn 22. apríl 1915. Fóru 10 fjelagsmenn um borð í björgunar- skipið »Geir« og skoðuðu áhöld og útbúnað skips- ins. Síðan var haldið til Ilótel Reykjavíkur. 25. fundur var haldinn á vitamálaskrifstofunni miðvikudaginn. 3. nóvember 1915. Skýrsla sements- nefndarinnar lá fyrir til umræðu, ásamt frumvarpi til reglna um sölu og prófun Portland-sements. Mál- inu var vísað til annarar umræðu. Við umræðu málsins voru lagðar fram skýrslur um prófun á styrkleilca sementsteypu úr nokkrum tegundum inn- lendra steypuefna, og hefur hafnargerð Reykjavikur látið gera þær rannsóknir hjá Statspröve-anstalten og V. Stein í Kaupmannahöfn. Skýrslur þessar eru prentaðar hjer aftar í íslenskri þýðingu. Þar sem árangurinn af þessum rannsóknum þótti að ýmsu leyti varhugaverður, samþykti fundurinn að fela sementsnefndinni að íhuga, livort ekki væri ástæða til að fjelagið gengist fyrir því, að innlend stej'pu- efni væri frekar rannsökuð, og að koma fram með lillögur um, á hvern hátt því yrði komið í verk. 7 fjelagsmenn voru á fundinum. 26. fundur var haldinn á vitamálaskrifslofunni fimtudaginn 25. nóvember 1915. Til annarar um- ræðu var frumvarp til reglna um sölu og prófun Portland-sements. Var því eftir nokkrar umræður vísað til 3. umræðu. Því næst hjelt Ó1 a f u r Þorsteinsson fyrirleslur um mælingu Reykja-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.