Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Blaðsíða 12
8 Yfirlit yfir vegagerðir á Islandi. Erindi ílutt i Verkfræðingafjelagi íslands 19. janúar 1915 afJóni Þorlákssyni landsverkfræðingi. 1. Vegalöggjöfin. Elstu ákvæðin uni vegi, sem jeg hef kynt mjer, eru í Jónsbók, sem var lögtekin árið 1281, skömmu eftir að landið gekk undir Noregskonung. Þau ákvæði stóðu i gildi 580 ár, eða til ársins 1861, og eru þegar af þeirri ástæðu talsvert merkileg, og eru þessi hin hestu þeirra : Landsbrigðabálkur kap. 21: »Ef viður vex um þjóðbraut þvera, svo að þar má eigi aka eða klyfjar bera, þá höggvi sá er vill þann við, og kasti í skóg frá götu«. Sami bálkur, kap. 32: »Ef þjóðvegir renna að garði, þá skal hlið á vera hálfrar fimtu álnar og hjaragrind fyrir, rimar í að eigi megi fjenaður smjúga, okar 2 á endum og krossband á; þá er grind gild. Svo skal grind selja, að liún renni aftur sjálf, ef maður tekur tii hendi af hrossbaki. Nú liggur þjóðgata um ltæ manns eða að garði, þá má hann af færa bæ sínum og frá garði og gera aðra utan garðs jafngóða að fara í þurru og votu, eigi lengra frá þjóðhliði en 200 faðma tólfræð, þá skal þá fara, þó að hún sje Iengri«. Sami bálkur, kap. 44: wÞjóðgata og sætrgata og allir rekstrar skulu svo vera, sem legið hafa að fornu fari, utan færa má götu ef vill, sem fyr segir. Nú skal þjóðgata vera fimrn álna breið«. Eins og menn sjá, eru ekki í þessum lögum nein ákvæði um framkvæmd vegalaganna að tilhlut- un hins opinbera. Menn hafa þó lljótt fundið til þess, að slíkt var nauðsynlegt, og var ákvæði um það tekið upp í Rjeltarbætnr E i r í k s konungs M a g n ú s s o n a r, árið 1294, eftir beiðni lands- manna, svohljóðandi: »Skylt er bóndum að gera vegu færa um þver hjeruð og endilöng, þar sem mestur er almanna- vegur, eflir ráði sýslumanna og lögmanna; sekur eyri hver er eigi vill gera, og leggist það til vega- bóta«. Þannig var þá komin á skylduvinna við vega- bætur, og helst hún að nokkru leyti enn í dag, að því er snertir hreppavegi. En um fjárframlög af hálfu hins opinbera til þess að kaupa vinnu eða efni til vegabóta, er ekki að ræða, því að seklarfje hefur fráleitt nokkurnlima verið teljandi. Þessi ákvæði standa nú í gildi til 1861. Þó cr ofurlítið hreyft við vegamálum á því tímabili. Þannig kvartar Hinrik Bjelke höfuðsmaður um 1650 til konungs yfir slæmu ástandi veganna, og er hon- um út úr því með konungsbrjefi 10. maí 1651 skip- að að hafa eftirlit með þvf, að vegirnir sjeu endur- bættir og þeim síðan haldið við eftir íslenskum lög- um (þ. e. eftir Rjettarbótinni frá 1294), en hvað eyðimerkur snerti, og þá staði, sem lögin ná ekki yfir, skuli hann með ráði helstu manna inn- lendra gera þá skipun á, sem ásigkomulagi landsins henti best, Árið 1770 skipaði konungur nefnd lil þess að rannsaka ástand landsins og íbúa þess, og gera til- lögur lil viðreisnar. Meðal annars skyldi nefndin rannsaka, livað gera mætti til bóta á samgöngum innanlands, og sjerstaklega hvort ekki megi gera ak- vegi milli aðsetursstaðar höfuðsmanns, Bessastaða, og amtmannssetursins, milli þeirra staða og bis- kupsstólanna beggja, og loks milli allra þessara staða og Bingvalla. Nefndin tjáir það ókleift, að gera akveg mlili Norðurlands og Suðurlands, bæði vegna örðugra staðhátta yfirleilt, og þó sjer í lagi vegna vatnsfallanna, sem ekld sje unt að fara yfir með vagna, og geti í vatnavöxtum brotið af sjer allar brýr, en leggur til að vegirnir um bygðirnar sjeu bættir, og þeim haldið við undir eftirliti yfir- valdanna. Út úr þessum tillögum er gefið út kon- ungsbrjef 29. apr. 1776, sem er einskonar viðauki við liina fornu lagaselningu. Eftir þessu konungs- brjefi skulu sýslumenn sjá um, að árlega sjeu ruddir, að svo miklu leyti sem kleift þykir, vegir um bygðir, og stytlri fjallvegir milli bygða, sem eru ekki lengri en 5 mílur, og skal breidd veganna vera ekki ininni en 6 álnir. Skal ryðja burt öllu grjóti úr veginum, og sprengja með púðri þá steina, sem eru of stórir, ef nokkur maður fæst, sem kann að fara með púðrið. Eru og settar reglur um það, hvernig jafna skuli niður kostnaðinum við að kaupa púðrið. Yfir mýrar skal gera vegi með því að stinga skurði, sem veita vatninu frá, kasta efni þeirra upp í vegslæðið og bera möl yfir; yíir smá- ár og læki skal gera trjebrýr. Á löngum fjallvegum skal gera vörður og sæluhús. Sýslumenn skulu á manntalsþingum á vorin útvísa hverjum lirepp eða bygðarlagi tiltekna vegarkalla til viðhalds, og ákveða

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.