Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Blaðsíða 22

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Blaðsíða 22
18 Grimseyjarvitinn sem stendur á Grímsey á Stein- grímsfirði. Ljóskerið er soðið saman úr járnplötum (autogen svejset), það stendur á 7 m hárri járngrind. Hvorttveggja, Ijóskerið og grindin eru smiðuð á verk- stæði landsins í Rvík. í vitanum eru aceton-ljóstæki frá Svenska a/bolaget Gasaccumulator í Stockhólmi, með 3. ílokks ljóskrónu, slærri gerð, frá Barbier, Bénard & Turenne, Paris. Vitinn sýnir hvítt, rautt og grænt Ijós, 1 blossa 6 sinnum á mínútu. Ljós- magn hvíta ljóssins er h. u. b. 17,s sm. Á vitanum er sólventill (System Dalén). sem slekkur og kveikir á vitanum eftir birtunni. Malarhornsvitinn á Malarhorni, norðanvert í Steingrímsfjarðarmynni og Hólmavikurvitinn á Hólma- vík í Steingrímsfirði eru smáir steinolíuvitar af norskri gerð (Fyrlykte) og sýna háðir hvitt, rautt og grænt ljós með myrkvum. Vitahúsin eru úr steypujárni. Þessir 3 vitar kostuðu uppsettir kr. 19,457,17. 4. Hafnarvirki. Reykjavikurhö/n. Á árinu var unnið að byggingu Öríiriseyjargarðsins og Batterígarðsins. Af Batterígarð- inum voru fuligerðir 230 m og lokið við smíði kola- bryggjunnar meðfram honum ; var tekið að nota hana seint á árinu. Undirbygging Öríiriseyjargarðsins var að mestu fullgerð 475 m út frá landi. Talsvert svæði af fjörunni var fylt upp frá Batferíinu veslur að bryggju Geirs Zoéga, alls um 75000 m3. Uppmokst- ursvjelin var bygð. Ennfremur byrjað að steypa sí- valningana, sem eiga að koma við endann á Örfiris- eyjargarðinum og Batterígarðinum. Á árinu greiddi hafnargerðin 150,000 kr. í vinnulaun til 110 manna, en bærinn úlborgaði á árinu 465,000 krónur fyrir verkið. Yfir sumartímann var tilfinnanlegur skortur á mannafla. Yfirverkfræðingur er N. P. Kirk. Vestmannaeyjahö/n. Hringskersgarðurinn var framlengdur út til 128 m frá landi og búið þar fyrst um sinn um endann' á honum, svo bann fengi stað- ist vetrarbrimin. Hörgseyrargarðurinn var orðinn 13 m langur við nýár. Yfirverkfræðingur er N. P. Kirk. í Bolungarvík hefur eftir áætlun Th. Krabbe landsverkfræðings verið unnið að frambaldi á brim- garðinum ; 20 m voru bygðir, og til þess varið um 15,500 kr. í norðanveðri 8. nóvember 1915 skeindist hinn nýbygði partur garðsins að miklu leyti. Á Siglufjarðareyri var eftir áætlun Jóns verk- fræðings ísleifssonar og undir uinsjón Th. Krabbe landsverkfræðings gerður sjóvarnargarður 270 m langur. Verkið kostaði um 15000 kr. 5. Rafmagnsstöðvar. 1. Eins og getið var um í siðasta »Ársriti« var árið 1914 byrjað að koma upp rafveitu í Vestmannaeyjum, en verkinu, sem Halldór Guðmundsson raf- magnsfræðingur hafði tekið að sjer, varð ekki lokið fyr en sumarið 1915. Aflvakinn er 50 hestalla jarðolíuvél (Dieselmotor) með 210 snúningum á mínútu, en rafmagnvjelin 35 Kw með 1000 snúningum á mínútu; reimdráttur milli mótors og rafinagnsvjelar. Spennan er 350 volt, en til spennuhækkunar við fyllingu rafmagngeymisins er notuð sjerstök vjel (Motor-Dynamo). Geymirinn er »Tudor« nr. .110 með 270 amperstunda geymslumagni. Til kælingar mótornum er notaður sjór, sem dælt er upp úr brunni; dælan gengur fyrir rafmagnsmótor. Stöðvarhúsið stendur í miðju kauptúninu og er 10 X 10 m að ummáli með 10 X 4 m hliðarbygg- ingu. Er ætlast til að hægt sje að koma fyrir í bús- iðu síðar annari vjel af sömu stærð. Leiðslurnar eru úr berum koparþráð festum á trjestaura. Götuljósin eru um 60 og er um helmningur þeirra á sjerstakri leiðslu með einum slökkvara í stöðvarbúsinu, en bin tengd við götuleiðslurnar með sjerstökum slökkvara fyrir hvert þeirra. Nær öll bús í kauptúninu, 250 að tölu, eru upp- lýst. Lampastæðin munu vera um 2000, en ljósmagn allra lampa til samans samsvarar 3000 16 kerta lömpum. íbúatalan er um 2000. Stöðin koslaði alls um kr. 70,000, þó að undanteknum innanhúsleiðslum. Dieselmótorinn er frá Gúldnes Molor-Gesellscbaft, Aschaffenburg, en rafmagnsvjelin og annað rafmagns- efni frá Siemens Schuckert-fjelaginu. 2. í sambandi við nýja pósthúsið í Reykjavík var árið 1915 undir umsjón Guðmundar verk- fræðings Hlíðdal komið upp rafmagnsstöð i kjallara gamla pósthússins. Aílvakinn er 12’/2 hestalla jarð- olínvjel (Dieselmótor) frá »Aktiebolaget Diesels Mo- torer« í Stockholm, tengd við 7,5 Kw rafmagnsvjel, sem hvorltveggja er komið fyrir á einum járnramma. Snúningshraðinn er 550 á mínútu og spennan 110 volt. Auk þess er rafmagnsgeymir »Tudor« nr. J5 með 135 amperstunda geymslumagni. Stöðin er notuð til lýsingar i nýja pósthúsinu, símastöðinni (gamla pósthúsinu) og Ingólfshvoli, húsi Oddfellow-stúkunnar, auk þess til reksturs lyptivjelar í nýja pósthúsinu og fyrir ljósböð o. fl. á lækningastofu Jóns Kristjáns- sonar nuddlæknis. Leiðsluefnið i húsunum er að inestu leyti frá íjelaginu Siemens Schuckert. Stöðin án hústauganna kostaði um 15000 krónur.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.