Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Side 15

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.01.1916, Side 15
11 adjunkt og M. V. í. Hann gengdi þessari sj'slan til 1. febr. 1905, en þá tók höf. við. í ársbyrjun 1908 var bætt við öðrum verkfræðingi til aðstoðar, og skipar Geir G. Zoega senr stendur þá stöðu. Yfirstjórn vegamálanna, að því er flutningabrautir, þjóðvegi og fjallvegi snertir, er í höndum stjórnar- ráðsins; en án þess að ákvæði hafi verið um það sett, hefur sú venja orðið föst, einkum síðan 1908, að verkfræðingar þessir hafa á hendi allar verklegar framkvæmdir að því, er þessa vegaflokka snertir, án ihlutunar stjórnarráðsins. 3. Fjárveitingar til vegagerða. Hjer er tafia yfir fjáreyðslu landssjóðs til vega- mála síðan Alþingi fjekk löggjafarvald, eða frá 1876 til ársloka 1913. Vjer sjáum, að fjárveiling- arnar eru mjög smáar fyrstu árin, og slafar það bæði af. því, að tekjur landsjóðs voru í heild sinni svo litlar, að hann var ekki fær um stór framlög. og af því, að viðfangsefnið var, alt fram lil 1887, eftir lögunum takmarkað við fjallvegina eina. Með vaxandi þroska þjóðlífsins og auknum tekjum lands- sjóðs vaxa einnig framlögin til vega. Og eins og árið 1894 markar hina affarasælu stefnubreytingu í vegalöggjöfinni, eins markar það tímamót i fjárveit- ingum, eins og ef til vill sjest best á uppdrælli þeim ytir árlegar upphæðir til vegamála, sem jeg hjer legg fram (uppdrátturinn og tafian er prentað á næstu bls.). Meðallal áranna 1875—1839 incl. er 23425,94 kr„ en meðaltal 10 áranna 1894 —1903 er 107337,51 kr., og meðallal síðustu 10 áranna, 1904 —1913 er 149489,99 kr. Af árunum fyrir 1894 skarar árið 1890 eilt fram úr, og staíar það af því, að það ár var bygð fyrsta slórbrú landsins, brúin á Ölfusá, og greiddar til hennar úr landssjóði nær 40000 kr. Þetta stóra stökk upp á við í fjárveit- ingunni 1894 stafar vitanlega ekki eingöngu af auk- inni getu landssjóðs, heldur án efa einnig af því, að nú sáu menn, að óhætt var að leggja fram fje til vegabóta, vissa fengin fyrir því, að fjenu yrði vel varið, annarsvegar vegna hinna nýju og hent- ugu vegalaga, og hins vegar af því að landsstjórnin hafði nú fengið verkfræðing sjer við liönd. Og aldrei hefur síðan staðið á fjárveitingarvaldinu með að leggja fram það, sem álitið var að hagur lands- sjóðs á hverjum tíma þyldi, enda hafa framlög landssjóðs til vegabóla í þessi 38 ár numið h. u. b. xlji af öllum lekjum landssjóðs á þeim tíma. IJjer munuð taka eftir því, að venjulega er fjárhæðin ineiri, þegar ártal stendur á jöfnu, heldur en næsta ár á eftir; þetta stafar af því, að fjárveitingarnar eru gefnar fyrir tvö ár í einu, en menn ávalt bráð- látir að fá sem fyrst vegarspottana, og er því venju- lega unnið meira fyrra ár hvers fjárliagstímabils. Að svo litlu er eilt 1906, slafar af því, að þá vildi landsstjórnin okki festa nema senr fæsta menn við vegagerðir, vegna símalagninganna það ár, sem út- heimtu mikinn vinnukraft. Aftur á móti slafar hin mikla lækkun árið 1911 af pólitiskum ástæðum. Ef fjárveitingum allra þessara ára er skift milli veg- anna eftir núverandi llokkun þeirra, verður niður- staðan þessi: I. Stjórn og undirbúningur vegagerða kr. 120451,32 II. Flutningabrautir...................— 1339275,36 III. Þjóðvegir...........................- 1099368,70 IV. Fjallvegir..........................— 106448,32 V. Tillög til sýsluvega m. m. ... — 235951,19 VI. Til áhalda .........................— 88447,09 Fjáreyðslan alls kr. 2989.941,98 4. V e g a g e r ð i r n a r. Eftir núgildandi lögum er lengd þjóðveganna 1620 km. og fiutningabrautanna 397 km. Af flutn- ingabrautunum var í árslok 1913 lokið við að leggja 287 km„ og nú er ráðgert, að lagningu þeirra verði lokið árið 1923. Þær eru yfirleilt 3,75 m. að breidd, mesti halli á þeim, sem gerðar hafa verið síðustu 10 árin, er 1 : 20, en þó einstakar brekkur 1 : 15 og 1 : 18. Slitlagið á brautunum er víðast hvar ósigluð möl; það hefur þótt nauðsynlegt að gera brautirnar sem fyrst akfærar, og hinar liltölulega smáu fjárveitingar liafa þá ekki leyft koslnaðarsam- ari ytirbyggingu. Aðeins á nokkrum stöðum, þar sem erlitt hefur verið að ná í möl, hafa brautar- kaflar verið makadamiseraðir. Vegalögin frá 1894 gerðu þá kröfu til braut- anna, að þær væru vel færar hlöðnum vögnum að sumarlagi. En það hefur yfirleitt tekist að gera þær brautirnar, sein liggja í bygð, akfærar einnig að vetrarlagi. Reynslan hefur sýnt það, að ef vegur- inn er upphækkaður um 20—40 cm. yfir jarðveginn, þá tálmar snjór ekki vagnaumferð að jafnaði á vetrum, hvorki á Norðurlandi nje Suðurlandi. Hefur því verið tekin upp sú regla við vegagerðirnar, að leggja vegina allsstaðar með uppfyllingu, en ekki láta skiftast á gröft og fyllingu, sem títt er annarsstaðar. Af þjóðvegunum mun mega telja, að um 130 km. sjeu akvegir, gerðir á sama hált og ilutningabrautirn- ar, en víðast hvar aðeins 3,is m. að breidd. En auk þess er meiri liluti þeirra fær með ljelta vöruvagna (tvíbjólakerrur) á sumardag, og öll vegalengdin hefur verið bætt eitlhvað af mannahöndum. Næstu árin verður lialdið áfram að lengja hina reglulegu akvegar- kafia á þjóðvegunum, jafnhliða öðrum vegagerðum. Tíminn leyíir ekki að minnast á brúargerðirnar í þetta sinn, en máske verður tækifæri til þess seinna. Hjer skal aðeins nefnt, að bygðar hafa verið: Á árunum 1890-1905: 6 hengibrýr . . 35-105 metrar. — 1897-1913: 11fastarjárnbrýr, 10-93 — — 1908-1913: 30 steinsteypubrýr, 8-55 —

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.