Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Síða 5

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Síða 5
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 27 benda ákveðið til þess, að rauðir hundar geti undir viss- um kringumstæðum haft hinar örlagaríkustu afleiðingar. Prekari rannsóknir á þessu sviði geta haft mikla þýðingu fyrir ljósmóðurfræðina í framtíðinni. Árið 1940 varð ástralskur læknir, Gregg að nafni, var við einkennilega mörg tilfelli af meðfæddri blindu hjá ný- fæddum börnum. Á skömmum tíma fæddust þannig 13 börn. Þegar Gregg fór að athuga þetta nánar, kom í ljós, að hér var um meðfædda starblindu að ræða og mæðurn- ar höfðu svo að segja allar veikzt af hitasótt á meðgöngu- tímanum. Veiki þessari fylgdu útþot á hörundi og þroti í eitlum. Læknar töldu þetta vera rauða hunda. Gregg varð nú fyrstur manna til að safna skýrslum um þetta. Segir frá 58 konum, sem eignuðust blind börn. Flest þeirra, eða 44, höfðu einnig skemdir í hjartalokum. Mörg þeirra voru neðan við meðal þyngd og tóku lélegum framförum. Þessar merkilegu athuganir leiddu til þess, að ástralskir læknar voru hvattir til að gefa skýrslur um allar vanfærar konur, sem fengu bráða hitasótt með útþotum. Athuganir á þessum skýrslum leiddu eftirfarandi atriði í ljós: Rauð- ir hundar á tveim fyrstu mánuðum meðgöngunnar leiddu svo að segja undantekningarlaust til meðfædds vanskapn- aðar hjá barninu. Ef konan sýktist á þriðja mánuðinum, reyndist helmingur barnanna vanskapaður. Eftir það virt- ist sjúkdómurinn ekki hafa nein skaðleg áhrif á barnið. Þessum eftirtektarverðu athugunum ástralíulæknanna var í fyrstu tekið með nokkurri tortryggni. Ef þetta var rétt, var næsta ólíklegt, að menn hefðu ekki veitt því eftirtekt fyrir löngu. Þótti því hugsanlegt, að um annan sjúkdóm en rauða hunda væri hér að ræða. En brátt tóku að berast skýrslur frá öðrum löndum um vansköpuð börn hjá konum, sem fengið höfðu rauða hunda á meðgöngu- tímanum. Auðvitað var ekki hægt að sanna, að rauðir hundar voru beinlínis orsök þessa, en þegar skýrslur yfir 300 vansköpuð börn frá ýmsum löndum sýndu, að 97 af

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.