Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Page 13

Ljósmæðrablaðið - 01.05.1948, Page 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 35 ur og ungbörn. I fæðingardeildunum var gert ráð fyrir 500—1000 sængurkonum árlega og þótti hæfilegt að ætla hverri ljósmóður, sem þar starfaði ca. 200 fæðingar á ári. Til viðbótar var talið æskilegt, að komið yrði á fót litlum fæðingarheimilum, sem læknar fæðingardeildanna hefðu umsjón með, enda yrði keppt að því, svo sem auðið væri, að góð samvinna ætti sér stað meðal lækna og Ijósmæðra svo og meðal hinna ýmsu stofnana, sem fæðing- arhjálp annast. Einnig taldi nefndin aðkallandi að samin yrði ný reglugerð fyrir ljósmæður landsins, m. a. til þess að taka af öll tvímæli um það, hvenær þær eigi að leita læknis. Æskilegt væri að komið yrði á námskeiðum, sem ljósmæðrum sé gert að skyldu að sækja. Starf ljósmæðra er mjög mikilvægur þáttur í fæðingar- hjálpinni. Það er því illa farið, að nú er að verða hörgull á þeim í landinu, svo að það hefur jafnvel komið til mála að loka verði fæðingardeildum af þeim orsökum. Það verður því að vinda bráðan bug að því að bæta kjör þeirra t. d. með því að skipta umdæmunum réttilega og hækka launin, svo starfið verði lífvænlegt og eftirsóknar- vert. (Lauslega þýtt úr „Jordemoderen"). Bréf hefur stjórninni borizt frá sambandi finnskra ljós- mæðrafélaga, þar sem íslenzkum ljósmæðrum er boðið að sitja mót sambandsins í Helsingfors dagana 17.—19. júní. Bréfið barst ekki fyrr en síðasta tbl. var fullprentað. Ljósmæðrum í Reykjavík var skýrt frá heimboðinu, en engin sá sér fært að þiggja það, enda tími of stuttur til stefnu.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.