Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Side 13

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1967, Side 13
LJ ÓSMÆÐR ABLAÐIÐ 157 1777 nýfædd börn úr Keykjavík voru tilkynnt á árinu. 859 voru fædd í Landspítalanum. 799 — — - Fæðingarheimili Reykjavíkur. 11 — — - Sólvangi í Hafnarfirði. 54 — — - Fæðingarheimili Guðrúnar Halldórsd. 54 — — - heimahúsum. Mæðradeild. Á deildina komu alls 2600 konur, en tala skoðana var 11215. 1975 konur voru búsettar í Reykjavík, en 625 utan Reykjavíkur. Barnaveiki. Árið 1953 dó einn sjúklingur úr barnaveiki. Ekkert tilfelli skráð síðan. Blöðrubóla ungbama (pemphigus neonatorum). 27 sjúklingar eru skráðir árið 1962 og er veikin nú á far- sóttarskrá í fyrsta sinni og skráð í 10 héruðum. Rauðir hundar. 125 sjúklingar skráðir árið 1962. Einn sjúklingur var skráður með geitur árið 1957, eng- inn síðan. Yfirleitt eru heilbrigðisskýrslur ekki taldar skemmtilestur, en ekki eru þar einungis þurrar tölur, sem sjá má af því síðasta, sem hér verður birt — and- varpi frá héraðslækninum á Hofsósi. Hofsós. Illa gengur að útrýma lús. Einstaka persónur og einstök heimili halda henni við og rækta. Afskipti af þessum ófögnuði eru af sumum talin rætni og óþörf af- skiptasemi, og vilja þeir hinir sömu fá að hafa sínar lýs í friði. Sjálfsathugun á brjóstum Reynslan hefur sýnt, að konur geta sjálfar fundið mjög smáa hnúta í brjóstum sínum. Því er æskilegt, að konur í þeim aldursflokkum, þar sem krabbamein í brjósti er al- gengast, læri að rannsaka brjóst sín til þess að flýta

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.