Freyr

Volume

Freyr - 01.02.1911, Page 3

Freyr - 01.02.1911, Page 3
Fjárkláðinn. Eftir Magnús Einarsson, dýralækni. n. Orsök kláðans eru maurar og eru þeir þrenskonar, sem valdið geta kláða á fé: 1. Graimaurinn (sarcoptes ovis). ' 2. Nagmaurinn (dermatophagus ovis) og 3. Sogmaurinn (dermatocoptes ovis). Grafmaurinn er minstur (*/5—‘/a ram0 °g tekur nafn af þvi að hann grefur sér ganga niðri í húðinni og lifir þar. Hánn heldur sig nær eingöngu á höiðinu á sauðfé og veldur höf- uðkláða, en óþektur er hann hér á landi að þvi er eg beztveit. Samskonar maur veldur manna* kláða ■— Sarcoptes scabiei hominis. Nagmaurinn er ögn stærri (8/10—-7» mm.) og nefnist svo af þvi að hann nagar yfirborð húðarinnar. Hann heldur sig aðallega á fót- unum, veldur fótakláða., en færist þó stundum upp á kviðinn. Er til hér á landi („félagsmaur11 Myklestads), en sjaldgæfur mun hann vera, og fénu ekki hættulegur. Sogmaurinn er stærstur (l/2—4/5 mm.) og hefst við eins og nagmaurinn á yfirborði húð- arinnar, lielzt -þar sem kindin er loðnust, og lifir af blóði og blóðvatni, er hann sýgur úr húðinni með munntólum sínum, sem bæði eru löng og hvöss. Þessi tegund veldur hinum vanalega íjárkláða og er því maurinn alment nefndur fjárkláðamaurinn eða aðeins kláða- niaurinn. AUar þessar þrjár tegundir eru hver aun- ari ólíkar og auðvelt að þekkja þær að í smásjá. í þessu sambandi get eg ekki leitt hjá mér að minnast á grein eftir kláðafræðinginn Myklestad í 28. nr. „Norðra“ 1906; segir hann þar: „Dermatocoptes, eða sem þessi maurateg- und líka er kölluð Dermatodectes, er liin einasta, sem menn vita að geti sezt á fé ög unnið því skaða*). Gfeitur geta að vfsu fært Sarcoptes- maur ijfir á sauðfé, en vilji það til, deyr féð inn- an skamms.*) Þegar hr. Myklestad skrifaði þetta, var hann nýbúinn að finna „félagsmaurinn11 og ný- búinn að gleyma honum aftur, því áð ekki mun hann fá neinn mann til að trúa þvi, að sá maur só að ósekju á fénu eða geti ekki unnið þvi ekaða. Og að Sarcoptesmaurinn sé ósaknæm- ur fénu, kemur ekki sem bezt beim við það, að féð deyr innan skamms eftir að sá maur er kominn á það! — Ef það hefði ekki verið sið- ur hér á landi að taka allar kenningar hr. Myklestads trúanlegar í blindni, er eg hrædd- ur um að þessi og ýmsar aðrar hetðu sezt sum- um áhangendum hans fyrir brjóstið — í öllu falli hinum vitmeiri. En aumt er að sjá slíkar auðsæar vitleysur fluttar í alvöru í ísl. blöðum og vita að þeim sé trúað af íslenzkum lesendum. Kláðamaurinn er afarfrjósamur, líkt og á sér stað um mörg lík lægri dýr. Kvenmaur- * j Leturbreytingin mín.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.