Freyr - 01.02.1911, Blaðsíða 6
20
Í'REYR.
allir við böðunina, en ef baðlögurinn er í ull
sauðkindarinnar 10—14 daga, þá drepast þeir.
Þessvegna á að balda öllu sauðíé, sem
baðað hefir verið, 8 daga inni í fjárhúsunum
eftir baðið og gæta þess að sauðféð vökni eigi.
Eftir 8 daga má fara að láta sauðféð út, en
það verður enn að gæta þess i fulla viku, að
sauðkindurnar komi eigi út í regn eða snjóhrið
eða séu reknar í bleytu eða snjó.“
Eftir þessu að dæma eru maurarnir svo líf-
segir, að 10 mínútna vist niðri í 5°/0 tóbaks-
legi er þeim ekki nóg; til þess að vissa sé
fyrir því að þeir drepist, þarf baðlögurinn að
verka á þá í 10—14 daga, Og þó á tóbakið
að vera bezt allra baðlyfja. Vegna þessara
lífseigju mauranua á svo 8—16 daga innistað-
an að vera nauðsynleg.
Eg verð nú að segja það, að ef 10 mín-
útna idýfing í 5°/0 ,tóbaksseyði, að viðbættum
þeim tíma, sem kindin helzt blaut í húsi fullu
af rennvotu fé, hefir ekki verið nægileg til þess
að drepa kláðamaurana, þá hefir tóbaksbað hr.
Myklestads verið alt annað en gott kláðabað.
Því að ekki lifír maurinn svo lengi í almenni-
legu baði. En ef baðið hefir verið gott, sem
eg reyndar hefi ekki neina ástæðu til að ve-
fengja, þá er það víst, að þessi langa innistaða
hefir verið óþörf til þess að drepa þá maura,
sem á kindinni voru, þegar baðað var.
En þar með vil eg þó ekki segja að langa
innistaðan hafi, eins og á stóð, verið öldungis
þýðingarlaus, þótt hún hafi verið það að því
leyti, sem hr. Myklestad ætlaði henni að gjöra
gagn. Hún gat auðvitað ekki drepið þá maura
betur, sem drepuir voru í baðinu, en hún gat
haft mikil áhrif á mauraeggin eða réttara sagt
ungu maurana, er þeir skriðu úr eggjunum.
Eina skynsamlega hugsunin með þessari löngu
innistöðu er sú, að hún gæti komið í stað seinna
baðsins, og hafi það yfir höfuð tekist að lækna
nokkra kláðakind til fulls með einu baði eða
tvennum með 1—5 daga millibili, þá verð eg
að álíta, að það sé j.essari innistöðu að þakka.
í stað seinna .baðsins gat hún komið á þann
hátt, að fyrir hana héldist féð vott þann tíma,
sem eggin á fénu þurítu til að ungast út, svo-
að ungu maurarnir dræpust jafnóðum og þeir
skriðu úr eggjunum.
Hinsvegar eru ekki miklar líkur til þess að
baðið haldist svo lengi og vel í ullinni, að það
geti drepið alla mauraungana, er þeir koma til
sögunnar og sízt af öllu getur innistaðan veitt
neitt svipaða tryggingu og tvenn böð með hæfi-
legu millibili. Og vildu menn réttlæta þessa
aðferð með því að telja henni það til ágætis,
að hún sé ódýrari en tvö böð, þá hygg eg það
vera hina mestu fjarstæðu, enda þótt gengið sé
út. frá því, að baðið sé tóbaksbað, sem mun
vera langdýrast af öllum venjulegum kláðaböð-
um. Menn mega ekki gleyma þvt, að innistað-
an kostar fjáreigendur talsvert fé, einkum þeg-
ar baðað er að haustinu, meðan nægir eru
hagar. Geri maður að kindin til jafnaðar þurfi
2 pd. af heyi á dag og pundið kosti 2 aura,
þá kostar innigjöfin 4 aura á hverja kind um
daginn eða 32—64 aura í 8 -16 daga, og mun-
ar það því ekki litlu, hvað innistaðan verður
dýrari en baðið, þótt það kosti 15 aura eða
rúmlega það. En auk þess gæti farið svo, að
innigjöfin yrði miklum mun dýrari ogþaðjafn-
vel svó, að ekki yrði metin til peninga, ef fjár-
eigendur væru illa heyjaðir og lentu fyrir inni-
stöðuna í heyþrotum að vorinu til. — Eg er
ekki t neinum efa um það, að bændur hefðu kosið
þann kostinn 1903—1905, að borga úr eigin
vösum annað baðið, ef þeir með því heíðu get-
að sloppið við að gefa fénu inni í 8— 16 daga;.
og þá ekki síður, et þeim hefði líka verið ljóst,
að innistaðan gat ekki gjört neitt gagn í sam-
anburði við annað bað eftir hæfilegan tima.
Eg hefi séð þess getið til nú á seinni ár-
um, að hr. Myklestad hafi hugsað sér að láta