Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 8

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 8
136 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Fáir kostir eru við að gera legástungu við 14.-15. viku þar sem aðeins fáar frumur eru til staðar og tekur langan tíma að fá niður- stöðu við bið eftir frumuskiptingu. Sé beðið þar til konan er geng- in 16-17 vikur fást niðurstöður fyrr þar sem fleiri frumur eru í sýninu. Auk þess er af meira legvatni að taka. Seint á meðgöngunni er hægt að gera ástungu subrapubis (mynd 28) og eru þá litlar líkur á að stinga í fylgjuna. Þessi aðferð er talin best þegar stungið er seint á meðgöngu. Sónarinn er not- aður til að útiloka lágstæða framveggsfylgju. Kollinum er ýtt frá grindarinnganginum og stungið er fyrir ofan symfysu. Ef kollur er skorðaður er leitað með sónar að öðru auðu svæði t. d. í kringum útlimi eða fyrir aftan hálsinn. Um frumurnar Með sýninu næst legvatn sem inniheldur frumur sem koma frá húð fóstursins, slímhimnum í meltingar- eða öndunarfærum, frá þvagfærum eða frá amnion. Tvær frumutegundir finnast í sýninu. 1) Stórar frumur 40-50 /rni af flöguþekjugerð frá húð eða flögu- þekju. 2) Hringlaga eða egglaga minni frumur 15-25 jrm með litlum kjarna frá amnion. Þær verða meira áberandi eftir nokkra daga í ræktun og likjast fibroblöstum. í ástungu gerðri um 16. viku finnast um 30-80% frumanna lif- andi. Eftir því sem líður á meðgönguna fjölgar frumunum í leg- vatninu en hlutfall lífvænlegra fruma eykst ekki. Við 24. viku eru aðeins 20-15% frumanna lifvænlegar. Hægt er að fá upplýsingar um fóstrið og aldur þess t. d. með talningu fruma og talningu lífvænlegra fruma. Þegar fósturdauði hefur orðið er heildarfjöldi frumanna jafn því sem búast má við af meðgöngulengdinni en fjöldi lífvænlegra fruma er stórlega minnkaður. Hægt er að greina með flóknum frumurannsóknum margar og mismunandi frumur þar sem hægt er að rekja uppruna þeirra. Óeðlilegar frumur eru greindar frá eðlilegum og gefur það okkur þar með upplýsingar um fóstrið. Frumur frá fylgjunni, t. d. ef um framveggsfylgju er að ræða, eru mjög einkennandi og er ekki hægt að rugla þeim saman við aðrar frumugerðir. Ein afbrigðileg

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.