Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 39

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 39
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 167 Fréttatilkynning um stofnun Kynfræðafélags íslands Stofnað var í Reykjavík, þann 9. desember 1985 Kynfræðafélag íslands. Undirbúningsnefnd hafði þá starfað um nokkurn tíma, eftir að fjöldi fólks hafði lýst áhuga fyrir stofnun slíks félags. Á stofnfundinn komu rúmlega tuttugu manns úr ýmsum áttum, sálfræðingar, félagsráðgjafar, læknar, hjúkrunarfræðingar, kennarar o. fl. Á fundinum var greinargerð undirbúningsnefndar lesin, samþykkt lög fyrir félagið og tvær tillögur til bráðabirgða, sem tengjast lögunum, samþykkt árgjald fyrir starfsárið 1985-1986 og kjörið í stjórn félagsins. Stjórnin hefur nú skipt með sér verkum, en Nanna K. Sigurðar- dóttir félagsráðgjafi var kjörinn formaður. Aðrir í stjórn eru: Sigtryggur Jónsson sálfræðingur, ritari, María Guðmundsdóttir hjúkrunarfræðingur, gjaldkeri og Kjartan Magnússon krabba- meinslæknir og Hope Knútsson iðjuþjálfi, meðstjórnendur. Félagið er ætlað fagfólki, sem hefur menntun á sviði heil- brigðis-, félags- eða sálarfræða, svo og öðrum, sem fást við kyn- fræði í starfi sínu. Markmið þess er að efla fræðigreinina kynfræði (sexologi) á íslandi og stuðla að samstarfi fagfólks, sem fæst við meðferð, kennslu eða rannsóknir á sviði kynfræða. Þar sem starfsgrundvöllur félagsins er ákaflega breiður, er ætlunin sú að innan félagsins starfi sérstakir vinnu- eða áhuga- mannahópar um sérstök verkefni eins og t. d. meðferð kynlifs- vandamála, fræðistörf, kennslu o. s. frv. Aðalfundur félagsins verður haldinn í maí nk., en þeir sem ganga í félagið fyrir þann tíma teljast stofnfélagar. Umsókn um aðild að félaginu berist stjórn félagsins á þar til gerðum umsóknareyðublöðum, en þau er hægt að fá hjá stjórnarmönn- um. Pósthólf félagsins er 1771 — 121 Reykjavík. Félagið er aðili að Nordisk Forening for Klinisk Sexologi (NACS). Lög félagsins fylgja hér með.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.