Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 14
142 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ lifitíma þ. e. 60 daga og byrja því nokkrum vikum eftir myndun og brotna niður. Snemma á meðgöngunni er bilirubinið lágt. Hámarki nær það við 18-24 v. en minnkar stöðugt í hverri viku og er 0,0 eða 0,1 við 36.Í27. v. Nauðsynlegt er þvi að vita nokkuð örugglega meðgöngulengdina sé ástunga gerð til mælingar bili- rubins. Eins og sést af framangreindu gefa niðurstöður rannsókna á mælingu bilirubins í legvatni góða mynd af fósturþroska. Þar sem niðurbrot rauðra blóðkorna á sér stað er styrkur bilirubins í leg- vatninu hvenær sem er meðgöngunnar í fullu samræmi við niður- brotið. Legástungan er vanalega gerð á 28.-30. viku nema mótefna- mæling eða annað í meðgöngusögu gefi tilefni til að gera það fyrr. Legvatnspróf til mats á ástandi fósturs í tilfellum með EBF hef- ur tvö megin markmið. Hið fyrra er að leyfa fóstrum sem hafa lítið eða ekki orðið fyrir áhrifum niðurbrotsins að dafna og ná eðlilegum þroska í móðurkviði. Hið síðara er að greina fóstrið sem hrakar og átta sig á ástandi þess. Ef meðgangan er meðhöndluð með mótefnamælingum ein- göngu skal slík mæling endurtekin á 2-3 vikna fresti til að vart verði við mögulega hækkun á mótefnum í blóði móður. Hafi konan þegar átt barn með EBF er fylgst með henni næstu meðgöngu með hjálp legvatnsrannsókna. Mótefni er þá þegar til staðar við upphaf meðgöngunnar og getur haft áhrif á rauð blóð- korn fóstursins við upphaf nýmyndunar þeirra á fósturskeiði. Legvatnsrannsókn er eina leiðin til að meta ástand fóstursins. Annað en EBF getur gefið hækkun á bilirubini: lyfjaáhrif á fóstrið, lokun á gallgöngum og lifrarbólga hjá móður. Allt þetta er mjög gjaldgæft. Ýmislegt hefur áhrif á mælingu bilirubins. Sólarljós sem nær að skína á sýnið gefur falska niðurstöðu. Sama gerist ef sýnið er blóðblandað nema takist að aðskilja blóðið strax frá. Meconium í sýninu eða sýni úr þvagblöðru móður gefa einkennandi svör sem ekki er hægt að villast á. Hydramnion gefur falskt lægri styrk. EBF af völdum ABO blóðflokkamisræmis getur valdið slæm- um einkennum hjá nýburum en veldur ekki dauða á fósturskeiði. Legvatnsrannsókna er því ekki þörf til mats á ástandi fóstursins.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.