Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 9

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 9
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 137 frumutegund hefur fundist hjá konum sem hafa síðan misst fóstur spontant eða fætt léttbura. Ekki er vitað um uppruna þeirra (fetal distress cells). Áhættur 1) Sköddun á fylgju, fóstri, naflastreng eða móður. Stunga á fylgjuna getur valdið blæðingu en með notkun sónars- ins minnkar þessi hætta að mun. Sónar útilokar þó ekki blóðblöndun fósturs og móður sem getur örvað mótefnamyndun og þar með niðurbrot blóðkorna fósturs. Áverki á fóstrið er algengari þegar legvatnsmagnið er lítið i samanburði við stærð fóstursins eða ef legvatnið er þykkt og rennur ekki frítt um nálina. Hið síðarnefnda er líklegra seint á meðgöngu sérlega ef konan er gengin fram yfir. Eftir fæðinguna ber að athuga nýburann m. t. t. nálarstungu. Áverki á naflastrenginn er líklegri ef naflastrengur er um háls og ástungan er gerð nálægt höfði eða öxlum fóstursins. Lifhimnubólga hjá móður getur orðið vegna sköddunar á þarminum. Sköddun getur orðið á legveggnum. Eitt dauðsfall móður (’79) er skráð sem mátti rekja beint til legástungu. 2) Sýkingarhætta er alltaf fyrir hendi en hana er hægt að minnka með varúðarráðstöfunum og reglum um smitgát. 3) Fyrirburafæðing eða fósturlát. Belgir geta rofnað sem veldur þvi að vatn fer skyndilega eða byrjar að leka vaginalt. Hætta á sýkingu skapast og fæðing verður í kjölfarið eða fósturlát eftir því hvenær meðgöngunnar ástungan er gerð. Erfitt er að meta hvort fósturlát stafi af legástungu eða hvort fósturlát hefði orðið hvort eð var. Þýskar tölur sína að 20% fósturlátanna verða 2 vikum eftir ástunguna, 67% verða 3 vikum eftir og 20% verða 9 vikum eftir. Þrjár stórar rannsóknir sýna að ekki meira en 2% fleiri fósturlát verða hjá konum sem fara í leg- ástungu. Tala þessi samsvarar niðurstöðu rannsóknar sem gerð var hér á landi og nær frá 1974 til 1980 á 499 konum. Ný rannsókn (Bennett ’78, Weiss ’79) bendir til að legástunga gerð til mælingar á AFP hafi í för með sér fleiri fósturlát en ástungur gerðar af öðrum orsökum. Ástæður þessar eru ekki

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.