Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 36

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1986, Blaðsíða 36
164 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Sjúkrasamlag Ljósmóðir — Samlag borgar Alm. læknir — Konan borgar Sérfræðingur — Konan borgar Einkatrygging Ljósmóðir Alm. læknir Sérfræöingur Borgar ákveóna upphæð Einkatrygging borgar ákveðna upphæð sem dugar næstum sem laun handa ljósmóðurinni en nægir ekki fyrir almennan lækni eða sérfræðing. Mismuninn þarf þá konan að borga. Annað sem gerir ljósmæðrum kleift að starfa eru svokallaðir fæðingarliðar (maternity aid). National Cross Organization (NCO) er ríkisstutt einkasamlag sem sér um heilsuvernd. Sam- lagið kennir þessum fæðingarliðum. Þær stunda 4 mánaða nám (fæðingarfræði, anatomi / physiologi, næringarfræði, umönnun nýbura, hússtjórn og matseld). Fæðingarliðar verða að aðstoða við 12 fæðingar áður en þeir ljúka námi. Starf þeirra er sem sagt að aðstoða ljósmóður við fæðinguna, hjálpa konunni í sængur- legu í 8-10 daga og sjá um heimilishald. Þær vinna undir eftirliti ljósmóður og gefa þeim rapport. NCO borgar þeim kaup. Þegar konan fæðir heima fær hún leigð tæki hjá NCO til þess að auðvelda ljósmóðurinni fæðinguna. Það eru m. a. klossar sem settir eru undir rúmið til að hækka það. Annars er ljósmóðirin með öll áhöld til fæðingarinnar í ljósmæðratösku sem svipar til acut-tösku. í henni eru vatnsheld lök, sterilir hanskar, sótthreins- andi sápa, hlustpípa, fæðingarpakki (2 skæri, 3 piangar, áhöld til sauma, kompressur) naflastrengsklemma, sog, klóra o. s. frv. Flestar þeirra hafa auk lyfja sem þær mega gefa, phenergan, pethidin og diazepam til að hafa til taks sé þess þörf. Ljós- mæðurnar sótthreinsa verkfærin sín sjálfar. Þær ljósmæður sem starfa á stofnunum í Hollandi vinna vakta- vinnu. Þær starfa á fæðingardeildum ásamt fæðingarlæknum, hjúkrunarfræðingum, fæðingarliðum og öðru starfsfólki. Þar vakir sérmenntaður hjúkrunarfræðingur yfir konunni í fæðingu. Ljósmóðir fylgist með framgangi fæðingarinnar, fæðingarritum og skoðar konuna vaginalt meðan hjúkrunarfræðingurinn annast hana. Monitor er aðeins notaður í 70 - 80% tilvika. Ljósmóðirin kemur síðan og tekur á móti barninu. Fæðingarhjúkrun er sér- menntun sem tekur eitt ár. Þær konur sem fæða á kennslustofn- unum fá uppihald og aðhlynningu frítt. Þá fylgist ljósmóðir

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.