Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 3

Freyr - 01.07.1919, Blaðsíða 3
Hagnýt sálarfræði. Mannshöndin. Verk og vit. Vinna og visindi. Mannshöndin er það áhald, verkfæri, sem mest hefir verið notað frá alda öðli, og mest liggur eftir í heiminum. Flest allt gott og gagnlegt, og fiest allt ílt og skaðlegt, sem gert hefir verið í heiminura hefir verið með henni unnið. Hún er því, eftir því sem henni er beitt, tvíeggjað sverð. En gjálfsagt er flest sem eft- ir hana liggur þannig lagað, að fremur verður að telja það gott og gagnlegt, eða í öllu falli meinlaust, en illt og skaðlegt, og er því þá um leið slegið föstu, að þau öfl hugans, hins innra manns, er ráða hreyfingum og athöfnum handarinnar hafi að jafnaði, eða langoftast bæki- stöð sína þar, sem bjart er, á einhverju Sunnu- hvoli, en miklu sjaldnast þar, sem dimt er eða i Myrkheimum. Orðin handiðn, handavinna, handaverk, handafl benda á áhaldið, sem notað er til hinpa margbreyttu starfa, sem enginn fær upptalið. Menningarstig þjóðanna og þróunarferill mann- hynsins verður bersýnilegastur í handaverkum þeirra á ýmsum timum. Forngripasöfn, sem væru nógu forn, væru sjálfkjörnir staðir til að íhuga og jafnframt sjá og þreyfa á framförun- um. En margs væri þó hjer að gæta. Það er iangt frá því, að þróunarferillinn hafi verið samanhangandi; hann hefir þvert á móti slitn- að sundur; það hafa komið kyrstöðu- og jafn- vel afturfaratímabil, þótt lítt sjeu kunnar or- sakir slíks; þær hafa geta verið ýmsar bæði af manna völdum og náttúrunnar. Sumstaðar hafa fundist leyfar, handaverk menningaþjóða, er liðið hafa algerlega undir lok. En svo hefir aftur hjá nýjum þjóðum hafist ný menningar- alda. Það gengur margt skrykkjótt í henni veröld; hún fer á ýmsum gangi, en bylgju- gangurinn er tíðastur. — Mörg kandaverk hafa fundist eftir þjóðir, sem verið hafa uppi fyrir mörgum þúsundum ára, sem sýna það og sanna að þær, eða einstakir menn hjá þeim, hafa eng- ir klaufar verið; er þar svo vel og snilldarlega frá verki gengið, að varla mundi betur nú. Og af því að höndin er nú ekkert annað en áhald, verkfæri heilans og hugsunarinnar, þá má af þessu ráða, að ekki hafi kollurinn á þeim snillingum fornaldarinnar verið alveg tómur. Þó að vjer því tölum um og mikið sje oftlát- ið yfir þróun og þroska mannkynsins, þá kynni þó að vera vafasamt, hvort mannshöndin á vor- um tímum er að afli eða lagvirkni að nokkru leyti fremri mannshöndinni fyrir þúsundum ára, eða hvort öfl þau, er henni stjórna eru sterkari eða standa framar, en þau öfl á þeim löngu liðnum tímum. Sjálfsagt áttu þeir tím- ar marga höndina, er litt þroskaður heili kunni svo sem til einkis að nota, og enn í dag eru

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.