Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1920, Blaðsíða 10

Freyr - 01.07.1920, Blaðsíða 10
72 FREYR hve heyhitinn veröur mikill. Sýnir þaS, aö hitinn, og skemdir af hans völdum, veröa m i n s t a r viö geilarnar þar sem 1 o f ti S k e m s t a S og fær innrás í heyiS. Sje heyfúlgan stór og hitinn í henni veröi mik- ill, en geilarnar mjóar og strjálar, duga þær rnáske ekki til aS veita nægilega miklu lofti inn í stálið, til aö halda heyhitanum í skefjum. En vart mun þaö vera geilunum aS kenna, þó hitinn aukist til skemda, þar sem svo stendúr á. En hitt get jeg skili'S, aS geilar og hol- ur, sem gerðar eru í hey, sem komiS er aö bruna, geti verið varhugaverö- ar; í heyinu getur þá verið eldur falinn eöa eldfimar lofttegundir er hlaupiS geta í bál þegar rótaS er viS hey- inu og s ú r e f n i loftsins kemst aS. Um hina svonefndu strompa, er sumir hafa í heyjum, til að forSa hita, þori jeg ekki að dæma, því jeg hefi ekki reynt þá til hlítar. Þeir eru aö jafnaSi haföir í miöj- um heybríkum. Samkvæmt reynslu Hall- dórs Vilhjálmssonar og annara, verSur liitinn mestur umhverfis strompana. Þeir sem mæla meS strompunutn segja, aS hit- inn leiSist aS þeim og upp um þá úr heyinu. En Halldór Vilhjálmsson hyggur aS hit- inn verSi þar mestur vegna þess, aS súr- efni loftsins fái þar greiSa aSgöngu aS heyinu og inn í þaS, og auki þaS hitann. Hvernig stendur þá á því, aS heyhitinn verSur minstur í úthliSum stabbanna viS geilar, þar sem loftiS kemst þó best aS? Mjer finst kenning þeirra, sem halda fram strompunum. öllu sennilegri. Hafi hey í uppbornum stakk í upphafi veriS alt jafn þurt, og jafn falliS til aS hitna, verSur hitinn ávalt mestur í miSju stáli, einmitt ]>ar sem stromparnir eru venjulega hafSir. Samkvæmt lögmáli því, er alt loftstreymi fylgir, veröur hringrás loftsins í henni sem hjer segir: í miSju stáli, þar sem heyhit- inn er mestur, hitnar loftiö mest og streym- ir örast upp úr heyinu, en kalt loft sog- ast jafnframt úr geilunum inn um hliSar stakksins, og inn aS miSju stjálsins, og leitar síSan upp úr heyinu, þegar þaS er oröiS heitt. Heldur þessi hringrás áfram meSan hitinn er í heyinu, og veröur því örari sem heyhitinn er meiri. Stromparnir hljóta aS greiSa fyrir þessari hringrás, því heita loftiö á greiöari uppgöngu um strompana en heilt stál. Samkvæmt þessu virSist þaS líka vel skiljanlegt, aS hitinn veröi mestur viS strompana, þó eigi sjeu þeir taldir hitavaldar, því þangaö verSur mest aöstreymi heita loftsins úr heyinu. Þá er aö líta á hitt, hvort hin öra hring- rás loftsins um heyiS sje til skaSa eSa eigi. Jeg vil ekki rnæla á móti því, aö loftiö örfi starfsemi ýmsra þeirra smávera, sem auka heyhitann og vinna aS skemdum heys- ins, en hitt má líka telja víst, aö sumar af þeim smáverum geti unniS starf sitt, þó' loftiö sje takmarkaö eSa útilokaö. Hins vegar má fullyröa, aö ört loft- streymi í gegnum heyiö sje til mikils gagns í tveim höfuSatriSum. Hún greiöir fyrir þvi, aS v a t n i ö, s e m o f a u k i S e r í h e y i n u g u f i s e m f y r s t burtu. Þegar þaS er fariS, e r f r u ms k i 1 y r ö- inu fyrir lífi og starfsemi s m á v e r a !n n a, e r h,H t a n u m o g s k e m d u n u m v a 1 d a, b u r t u k i p t; án vatns geta þær ekki lifaö nje starfaS- til lengdar. Vjer vitum, aö smáverugróöurinn í hey- inu breytir efnunum í heyinu og veldur skemdum og efnatapi. En auk þess er hitinn og hin heita vatnsgufa, er viö þaS myndast, út af fyrir sig fil éins m i k i 11 a, e f e k k i e n n m e i r i skemda á heyinu. Sje loftrásin hindruS í heyinu, getur hitinn lengi treinst í því og valdiS skemdum, þó smáverumar

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.