Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.01.1923, Qupperneq 11

Freyr - 01.01.1923, Qupperneq 11
FREYR 5 yrðum og jarSræktarlán úr RæktunarsjóSi. En er þau innborgast, rennur féS í sér- stakan sjóS er nefnist „VélasjóSur", og er markmiS hans, þegar hann er orhinn nægilega öflugur, a‘ö taka aö sér þau út- lán og starfsemi, sem hér er ætlast til aö ríkissjóöur veröi nú í byrjun aö standa straurn af. Óvíöa á búnaöurinn, eins og nú er á- statt, auðvelt meö að bera mikil útgjöld til jaröabóta í einu, en til þess aö stærri jaröræktarvélar — er geta hrint jarörækt- inni örar áfram en annars yröi- hægt — geti komiö aö tilætluðum notum, þurfa þær aö geta unnið mikið í staö, og vera reknar af sameiginlegri stjórn. En að hér verður aö Ie'ita á náðir ríkissjóðs um lán, kernur til af því, hve þröngt er um láns- fé til landbúnaðar ennþá. IV. kafli frumvarpsins fjallar um það, aö tryggja það að fé Rækítun- a r s j ó ð s in s o g Kirkjujarða- s j ó ð s i n s v e ,r ð i vj ar; ij ð tj :i 1; bj ú n- aðarins og ekki minna en jkí til jarða- ræktar framvegis, þegar Ríkisveðbankinn er kom'inn á. Eftir núgildandi lögum er engin trygging fyrir, að þetta verði svo í framkvæmdinni, þó sjálfsagt sé. Þá er í V. kaflanum um j a r ð e i g n i r ríkissjóðs, að leigul'iðar megi v i n n a a f s é r a f g j a 1 d j a r ð- anna með því að gera jarða- b æ t u r, sem þó séu metnar helmingi lægri en annars, og fá þeir engann styrk til þeirra. Skuli Bún.fél. ísl. eftir því sem föng séu á og þess er æskt, gera fyrir- mæli urn, hvenrig jarðabótum þessum skuli haga. VI. kafli laganna er um erfðafestu- 1 ö n d, og er tilgagngur hans í stuttu máli sá, að gengið sé að því sern allra fyrst að gera upp hvaða land er hæft til rækt- unar í nánd við kaupstaði og kauptún, og hvernig haganlegast verði unnið að rækt- uninni. Landi þessu sé skift í hæfilega stórar skákir, og að því loknu, geti hver sá þorps- eða kaupstaðabúi, sem vjjll, fengið eina slíka skák til ræktunar fyrir matsverð — en sú skuldbinding fylgi, að hann komi landi þessu í rækt á eigi skernri tíma en io árum. Eins og kunnugt er, hrekst fjöldi fólks árlega úr sveitunum til kaupstaðanna vegna þess eins, að það getur ekki fengið sæmilegt jarðnæði til sveita. Margt af þessu fólki húkir nauðugt „á mölinni“ við þröngann kost, og væri þeirri stuna fegnast, er það gæti fengið skika lands til ræktunar — þótt ekki væri nema til þess, að vinna að honum í tómstundum sínurn, sem oft eru fleiri en vel fer á. Víða er til fullsæmilegt og enda gott land til rækt- unar, skamt frá byggíng kaupstaðanna. Sumstaðar hefir talsvert verið gert að ræktun þess síðustu árin. En víðast, ef ekki alstaðar, er þó tregða á að fá land til ræktunar, er stafar oft af „planleysi“ fyrir því, hvernig ræktuninni skuli hagað —■ ef ekki þröngsýni og stífni landeig- enda — hvort eru bæjarstjórnir og hreppsnefndir eða einstakir menn. En hafa skal það hugfast, hér sem ann- arsstaðar, að hver sú dagslátta, sem rækt- uð verður, er hrein viðbót við þjóðareign vora — hvar svo sem hún er á landinu. Um einstök atriði kafla þessa er ekki rúm að rita að sinni. Og um t i 1 r a u n a- n ý b ý 1 i n á M o si f q 11 s-V í ð ij r n- u m — eitthvert merkasta atriði laganna — verður að bíða næsta blaðs. V. Stef.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.