Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1923, Blaðsíða 21

Freyr - 01.01.1923, Blaðsíða 21
FREYR 15 (Kali ....................... 0.09%) Fosfórsýru (P2 Os) ........ 0.25 °/o Ef eigi eru í öskunni skaðleg efni fyrir gróður er há vextinum, eöa svo mikiS berst á aö hann kafni, er vel til a'ö aska sem þessi geri gagn — einkum kalkiö sem víðast er vöntun á og fosfórsýran, sem þarna er álíka mikil og í mykju. Hrossaútflutningurinn í vetur. Undanfarnar vikur hafa veriö send tæp- lega 400 hestar til Bretlands til námu- vinnu. Hefir Samband ísl. samvinnufélaga sent 276, en Garöar Gíslason 121. Allir hafa hestarnir komist heilu og höldnu utan, og hefir fengist mun hærra verö fyrir þá en í sumar sem leiö, og eru söluhorfur hinar besta þennan svipinn. —> En mjög er þaö valt hve lengi þessi rýmk- un verður á markaðinum, sem stafar af aukinni kolaeftirspurn og sölu á Bretlandi, en hertaka kolahéraðanna í Ruhr, og all- ur sá glundroði sem þar hefir komist á vinnu og framleiðslu veldur því, aö meira er um kolanámuvinnu x Bretlandi en ver- ið hefir. Er því alóvíst enn, hvort hrossa- markaðurinn í sumar kemst undir sömu áhríf, eða verður svipaður því sem nú er. Útlent hey. Áður en farmgjöldin hækkuðu á ófrið- arái'unum, var hér og þar í kauptúnum landsins keypt talsvert af útlendu heyi — einkum frá Noregi. Nú er þessi heysala að komast á aftur, og virðist svo sem allmargir skepnueigendur hér i höfuð- staðnum hugsi gott til heykaupa frá Nor- egi og Skotlandi. Útlent hey sem hingað hefir flutst í vet- ur hefir selst á þetta 16—18 aura pundið. Verð á töðu hefir verið hér um 20 aura, en á útheyi 15—17 aura. En með þessu verði á innlenda heyinu er eftirspurnin eftir því dauf, þegar hitt fæst. Aðalkost- urinn við útlenda heyið er að það er v e 1 þ u r t. En hvað um bændur í heyskaparsveitum, Skagafirði og Eyjafirði t. d., sem ná til skipaferða til Rvíkur, geta þeir ekki þurk- að heyið sitt vel, og selt svo ódýrt, að við fáum rekið af okkur þá skömm, að sækja lieyskap til annara landa og hagnast sjálf- ir á því framtaki. Járnbrautin. Norski járnbrautarverkfræðingurinn, Sverre Möller, sem hér var í sum- ar við mælingarnar „austur yfir fjall“, kom hingað aftur í febi'úar og dvaldi hér mánaðartíma við áframhald rannsókna sinna — sem þó eigi verður lokið fyrr en næstk. haust. Með þeim kostnaði við gufuknúða járn- braut, sem hann þegar hefir lauslega áætlað, gerir hann ráð fyrir að meðal- flutningskostnaður á brautinni megi ekki verða rninni en 30 aura fyrir tonnið kilometersleið, eða um 19 krónur frá Reykjavík að Ölfusárbrú. Umferðin yfir Hellisheiði síðastl. ár frá 1. júni til 1. nóv- ember var talin 3200 tonn af flutningi og um 20.000 manns. Hvað sem járnbrautinni líður, hvort hún kemst á fyr eða seinna, telur Möller það sjálfsögðustu samgöngubæturnar í svip- inn, að laga verstu kaflana á Hellisheið- arveginum — og leggja veginn yfir Kamba af nýju. Hænsnarækt hefir verið í hinni mestu vanhirðu hjá oss fram að þessu — og er svo enn víð- ast; mest sökum vanþekkingar á réttri meðferð hænsnanna. Þau eru víðast eins- konar „olnbogaböni í öskustó“ sem fæst- um dettur i hug að sé „artandi uppá“. Einstöku menn hér í Reykjavík hafa þó gefið sig við reglulegri hænsna r æ k t, og" lagt alúð við að hafa góð varphænsni og aðbúð þeirra hina hagkvæmustu og bestu — enda borga þau fljótt fyrirhöfn og til- kostnað góðu hæsnin sem verpa þetta 200 eggjum á ári, þegar eggið kostar 40 aura, eins og hér er nú. „Minna má nú gagn g'era.“ Einn þeirra manna sem hefir náð sér í nytsaman fróðleik um þessi efni er B j ö r 11 A r n ó r s s o n kaupmaður hér í bænum. Freyr hefir fengið margar bendingar hjá honum um rétta meðferð varphænsna, er vonandi birtast sxðar. Er það mikil ný- lxxnda fyrir þá sem þekkja ekki annað en

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.