Freyr - 01.01.1923, Blaðsíða 16
10
FREYR
inn hefir selst mikiö lakar en kaupmenr.
þar gerSu sér vonír um og létu í veSri
vaka áSur. Fundu þeir ýmislegt aS ost-
inum nú og voru aSfinslur þeirra all smá-
vægilegar.
ViS nánari eftirgrenslariir komst Sig-
uröur aö því aö þeim var ekki um þaö
gefið aS láta þa'ð uppi, sem mestu varðaði.
Þeir ætluöu sér aö gera veSur út af ostin-
um er þeir tóku hann í fyrra, og fá góSa
sölu á honum, með því aS leggja áherslu
á aS osturinn væri úr í s 1 e n s k r i
s a u ð a m j ó 1 k, og þvi aö eðli og upp-
runa betri en kúamjólkur-gráðaosturinn
sem geröur er í Danmörku.
En — Viti menn — þegar þaö rann
upp fyrir kaupendunum þar í landi aö
hann væri í s 1 e n s k u r osturinn, þá vildu
þeir ekki sjá hann. — Trúin á óþrifna'S
landans svo rótgróin þar i landi.
„Betra er ilt aS vita — en ekki aS vita!<
segir máltækiö.
Orla Jensen, gerla- og mjólkurfræSing-
urinn danski, fékk ost hjá SigurSi til rann-
sóknar. Leist honum vel á „smáverur" osts-
ins, þær væru hinar bestu — en skemdir
þær sem komið hafa fyrir í ostunum áleit
hann frekast muni stafa af óhreinindum í
mjólkinni — en skaölegustu óhreinindi
mjólkurinnar myndu vera „smáverur", er
hefðu aðsetur á júgrum ánna. Besta meðal
gegn þeim væri að þvo júgrin iSuglega
(annan hvern dag) úr sápu-spiritus. Ann-
ars áleit Orla Jensen að hér á landi myndu
skilyrði hin bestu til gráöaostagerðar. Eitt
af því, sem hann þó álítur hvaö mestu
varða fyrir framtíS ostageröarinnar er, að
menn leggi mikla áherslu á að ærnar yrSu
góðar mjólkurær, því þá gætti óhreinind-
anna að jafnaði minna.
Siíunga- og laxaklakið
í Þingeyjarsýslu.
Freyr hefir beðið Gísla Árnason frá
SkútustöSum, sem fengist hefir viS klakið
þar nyrðra 2 undanfarin sumur, um yfirlit
yfir það sem gert hefir veriö, og farast
honum þaning orS:
„Árið 1905 mynduöu þeir, sem land áttu
aS Mývatni, félag með sér og nefndu
„Veiðifélag Mývatns“. Var þaS aöallega
fyrir forgöngu síra Árna á SkútustöSum
og Stefáns Stefánssonar lYtri-Neslöndum,
sem lengst af hefir veriS formaður félags-
ins. Stefna þess félags var og er að tak-
marka að nokkru veiSi í vatninu og klekja
út silungi. Á klaktilraunum byrjuöu Mý-
vetningar þegar eftir að félagiS var stofn-
að, en það var fyrst vorið 19-11, sem þeir
höfðu útklakin seiði í fórum sínum. Eftir
þann tíma klöktu félagsmenn árlega meira
og minna á ýmsum bæjum viS vatnið, me'ð
mjög einföldum klaktækjum. Þeir nutu
ýmsra góðra ráða hjá hr. adjunkt Bjarna
Sæmundssyni, og prófuSu sig áfram í átt-
ina til fullkomnunar í klakinu. Nú á sið-
ustu árum hefir aðalklakið verið starfrækt
í Garði og var þar árið 1921 bygt klak-
hús, sem rúmar 300,000 silungahrogn.
Árangurinn af þessari ýiSleitni Mývetn-
inga — við silungsræktina — er bersýni-
legur, þar sem heita má aS veiði í vatninu
hafi fimmfaldast, það er frá 20,000 sil-
ungum og alt aS 100,000 (veiðin var því
nær 100,000 út vatninu árið sem léið, en
fyrir og fyrst eftir 1911 var hún að hjakka
um 20,000). Skildi ekki mega þakka þetta
æðimikiö klakinu? Og það er vel þakka
vert.
Á síSastliðnu vori var, frá klakstööinni
í Garöi, flutt ungviði í 8 nærliggjandi vötn.
Uppskeran á þessum jafnöldrum verður