Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1923, Blaðsíða 22

Freyr - 01.01.1923, Blaðsíða 22
FREYR ió venjulegar „hænsnastíur", sírakar, dimm- ar og kaldar, að sjá hænsnahús Björns, bjart og hreint og meö öllum þeim nýtísku útbúnaSi sem þar er. Hann hefir hvitt kyn W y a n d o 11 e, fremur harSgert er þrífst vel hér. í vor fær hann egg til útungunar frá nokkrum bestu hænsnakynbótabúum Bretlands. Sauðfjárræktarbúið á Bessastöðum er nú orðið fjögra ára gamalt. Eigandi þess, Jón H. Þorbergsson, hefir keypt til þess fé víðsvegar aS og þar á meðal margar kindur úr Þingeyjarsýslu. Telur hann það haldbestu aðferðina til þess að bæta féS, aS hafa jafnan, þingeyska hrúta af sömu ætt og nreinkynja, handa sunn- lensku ánum og ánum þar út af, þangaö til kynbótaeiginleikar þingeyska fjárins yrðu algert ríkjandi hjá fénu. AS flytja margar ær aö noröan, telur Jón ekki ráð- legt, þar eð þær þoli illa votviörin hér syðra. Hygst Jón aö halda áfram þessu vali á fénu, þar til hann hefir alið hér upp þingeyskan fjárstofn, er þoli sunnlensk skilyrði. Þessi kynbótaað- ferS hefir aldrei veriS reynd hér á landi fyrri, en þaS er sú aSferS, er á dönsku máli heitir: Gennemfört Krydsning. Lamb- gimbrar, sem settar voru á til lífs á búinu í haust vógu 4oJ4 kg., en lambhrútar 47JÓ kg. til jafnaSar; er þaS meiri þyngd en gerist hér sySra. Flóaáveitan. í sumar sem leiS voru grafnir skurSir í Flóanum 125 km. aS lengd. JarSraskiS varS alls 182500 ten. metrar og fóru í gröftin 16276 dagsverk (10 stundir). Fyr- ir gröftinn voru borgaSar kr. 167,766, og varS meSalverkakaup á dag kr. 10,06. — Mestur hluti graftrarins var ákvæSis- vinna; en meSaldagsverk manna varS um 11,2 ten. metr. Fyrir og eftir slátt var þetta 200—300 manns viS vinnuna, en um sláttinn um 100. Nálega allur vinnukrafturinn var úr Fló- anum og frá Stokkseyri og Eyrarbakka. Meiri hluti þeirra skurSa, sem gerSir voru í sumar, eru framræsluskurSir — en í vor á aS byrja á aðaláveituskurSinum úr Hvítá á Brúnastaöaflötum, og nota viS hann skurSgröfuna, sem var á Skeiöun- utn, sem nú er kornin þangaö. Komið hefir til oröa aS kaupa aðra skurðgröfu til viöbótar viS þessa — svo verkiö vinnist fljótar. Skammdegisvinna. Á Korpólfsstööum í Mosfellssveit ætlar Thor Jensen útgeröarmaöur að láta Þúfna- banann vinna eina 50 hektara (um 150 dgsl.) í vor. Mest af þessu landi eru mýr- ar og hálfdeigjur, og hefir verið unnið að framræslunni slitalaust frá því 25. okt. i haust. Verkstjórinn er Kristófer G r í m s s o n, til heimilis á Bergþórugötu 43 hér í bænum. Er hann Hvanneyringur, og hefir undanfaúin ár gert sér framræslu aS aðalatvinnu. ViS vinnuna hafa veriS þetta 8—10 manns, og grófu þeir frá 25. okt. til 3. febrúar 5000 metra af torfræsum og 2150 metra lengd af opnum skurðum, sem voru 3900 ten metr. Lokræsin grafin meSan jörS var þýS, en mest af skuröunum í frosti. 6—8 þml. þykkur klaki tefur ekki meira en þaS vinnu þeirra — ef annars er hægt um töf aö ræSa — aö þeir grafa þá rúman ten. metr. á klukkutíma að jafnaöi. Til kaupendanna. Útsendingu blaðsins annast Þ o r 1 e i f- ur Gunnarsson í Félagsbókbandinu, Ingólfsstræti, Reykjavik, og eru menn beðnir aS snúa sér til hans mtð umkvart- anir um vanskil eSa bústaðaskifti. Nærsveitamenn er borga blaðiS hér í bænum geta hvort heldur sem er snúiS sér til Þorleifs ellegar á BúnaSarfélagsskrif- stofuna. ÞareS eg hefi keypt hlutdeildina í göml- um skuldum blaSsins, annast eg alla inn- heimtu fyrir blaÖiS annars, bæSi á áskrift- argjöldum frá fyrri árum og áföllnum gjöldum framvegis, og er utanáskrift til mín: BúnaSarfélag íslands, Lækjargötu 14, Reykjavik. Valtýr Stefánsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.