Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1923, Blaðsíða 19

Freyr - 01.01.1923, Blaðsíða 19
FREYR 13 Mjólk ópasteur-hituð . Dósamjólk . . . . Nautakjöt............ Kálfa —.............. Kinda —.............. do. — saltað . . Egg innlend .... do. útlend .... Mysuostur............ Kæfa................. Hangikjöt............ Ishúskjöt............ Flesk revkt .... Tólg................. Kr. lít. 0,64 lbs. 0,85 kg. 2,00—3,00 ca. 2,00 kg. 1,60—2,00 — 1,60 stk. 0,40 — 0,35 kg. 1,80 — 2,60 — 2,40—2,80 — 1,60 — 5,00 — 2,90 Rækíunin í Fossvogi. Fyrsta landssvæöiö sem unniö var með þúfnabana hér á landi var í landi Rvíkur- bæjar í Fossvogi, eins og kunnugt er. Af ])ví landi sem unniö var, tók Búnaðarfél. íslands að sér að koma 10 hektörum í rækt. Var það frá félagsins hálfu gert meö það fyrir augum, að geta befitt þar ýmsum ræktunaraðferðum, og þannig aflað sér og öðrum reynslu í þvi, hvernig haganlegast og ódýrast væri að rækta landið. Þó nokkur fullnaðarreynsla fáist í raun og veru ekki fyrr en eftir sumarið kom- andi, þá leikur mörgum forvitni á að vita hvað gert er þarna í Fossvogi, Sumt af landinu var svo þurt fyrir, að framræsia var talin óþörf. Annarsstaðar var land eigi ræst, sem þó virtist þurfa framræslu — til þess að sjá hvernig það tæki ræktun. Mest af landinu var þó ræst, sumpart með opnum skurðum, torfræsum og nokkur spilda með skurðpál E g g e r t s V. B r i e m. Til áburöar hefir verið notaður tilbúinn áburður, saltpétur og superfosfat svo og grútur og síld. —- Auk þess hafa verið gerðir smáreitir til nákvæmari áburðar- tilrauna. í vor sem leið var sáð grasfræi í nokk- urn hluta landsins svo og strjálum höfr- um (50 pd. á dagsl.) og sumstaðar höfr- unum einvörðungu. Aftur eru ósánar skák- ir til að reyna rótgræðsluna til hlítar. Vinslan á landinu var 0g gerð mismun- andi í byrjun, skákir eintættar, þó mest væri tvítætt, og í fyrravor var sumt af landinu valtað, annað látið óvaltað. En Búnaðarfélagið hefir ekki helming af landi því sem unnið var undir höndum. Bæjarstjórnin sjálf hefir eina 15 hektara til ræktunar, og var það land alt ræst til fullnustu í fyrrasumar, en verður nú á sumri komandi herfað upp, eða tætt á ný og sáð í það. Land þetta — mestalt hrein mýri — hefir þá fengið að jafna sig síðan í hitteðfyrra, og má vel vera, að það reynist ábatavænlegur undirbúnings- tími til fullrar grasfræssáningar nú. Minsta kosti fæst góður samanburður við Búnað- arféiags-land'ið, sem strax var tekið til fullrar ræktunar. Heyfengur af dagsláttu var í sumar mjög mismunandi, alt frá þrem í tíu hesta. V. Stef. Frá Þjóðverjum. Nýlega rakst eg á yfirlitsgrein í dönsku blaði um hag landbúnaðarins í Þýskalandi eins og hann er nú, og er þar margt fróð- legt, þó ólíku sé saman að jafna, búskap vorum og landbúnaðinum eins og hann er rekinn þar. Ófriðarhöftum sem lögð voru á landbún- aðinn þar, er enn ekki, létt af. Á mestu alvörutimunum þegar vesalings Þjóðverj- arnir voru umkringdir árum saman, var það framar öðru landbúnaðurinn sem gerði þeim vörnina kleifa, eins og kunn- ugt er. Og enn verða bændurnir að láta ríkið hafa meirihluta þeirrar kornvöru er þeir hafa umfram heimilsþarfir, og það fyrir verð er verðlagsnefnd fyrirskipar — bænd- um í mesta óhag. En þetta er þó ekki talið versta mein iandbúnaðarins í svipinn — heldur hve ógurlega tilbúni áburðurinn er þeim dýr — vegna þess hve marksgengið er lágt. Alment er talið, að ef þeir kaupi eins mik- ið af áburði að, og venja var áður — og rekstur þeirra útheimtir til þess að jörðum þeirra fari ekki aftur, þá þurfi þeir að

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.