Freyr - 01.01.1923, Blaðsíða 15
FREYR
9
og 1921. í sumum héruSum þó eitthva5
lægra. Kaupamönnum voru alment goldn-
ar hér sy'ðra 36—50 kr. um vikuna, og
kaupakonum 20—30 kr. — Eftir áætlun
er gerð var í vor er leið, taldist svo til,
að kaup karlmanna um sláttinn mættí ekki
vera hærra en 42 kr. um vikuna, miðað
við verð á búnaðarafurðum. En þegar öllu
er á botninn hvolft, og með tilliti til kjöt-
verðsins í haust, er það of hátt.
Um verklegar framkvæmdir, sem mest
er orð á gerandi, í búnaði er það að segja,
að Búnaðarfélag íslands útvegaði Þ ú f n a-
b a n a í vor er leið til Akureyrar, og var
unnið með honum þar i sumar og í ná-
grenni við bæinn. Eru nú þegar komnir
t v e i r Þúfnabanar h’ingað hil landsins.
Vann sá sunnlenski 115 hektara og
hinn 85.
Hafin var í vor framkvæmd F1 ó a -
á v e i t u n n a r, og unnið að henni í alt
sumar.
S k e i ð a, - á v e .i t u v e r k i n u sem
byrjað var á 1917, var lokið í haust. Hefst
áveitan úr Þjórsá á Skeiðin í vor.
Byrjað var á ný í vor að mæla fyrir
járnbraut frá Reykjavík og austur
yfir fjall, og þeim mælingum haldið áfrarn
i sumar, en þó ekki lokið.
Unnið var í vor og sumar að áveitu úr
Hnausakvisl á undirlendið í Þingi í Húna-
vatnssýslu. Voru gerð'ir flóðgarðar og
stífhur I svonefnda Skriðuvaðskvísl. Er
verkinu að mestu lokið.
Af ritum um b ú n a ð komu út þetta
ár: Á r s r i t Búnaðarsambands Austur-
lands 1920—21, Á r s r j t Garðyrkjufé-
lagsins, B ú n a ð a r r i t i ð 36. ár, D ý r a-
vefn d.;a riinn ‘7. ár, F r e y r 19. ár,
S k ý r s 1 a um Bændaskólann á Hvann-
eyri 1920—21, og Tímarit Samvinnu-
félaganna 16. ár.. — Auk þess er birtist
um búnað i blöðunum, eins og vant er, og
i öðrum tímaritum, er komu út á árinu.
Reykjavík 29. jan. 1923.
Sigurður Sigurðsson
ráðunautur.
Gráðaostagerðin í Þsngeyjarsýslu.
Freyr hefir beðið Jón Guðmundsson
ostagerðarmann frétta um hana, og er
frásögn hans þessi:
„Ostagerðin var í sumar starfrækt á
sömu stöðum og áður, og auk þess sett
upp nýtt aukabú á Reykjum og þar soðn-
ir mysuostar við hverina. Mjólkurmagnio
varð nokkru minna en í fyrra, bæði sök-
um vorkulda, og hræðslu bænda við
skemdir í ostinum. Ostagerðin heppnaðist
þó þáð vel, að einungis 7 ostar af 2200
urðu annars flokks vara.
7 nýir nemendur nutu kenslu við osta-
gerðina.
Ostmagn varð 20,8 kg. í 100 kg. mjólk-
ur. Fitumargn 6,91% að meðaltali í mjólk-
inni yfir sumarið.
Reksturskostnaður varð á 100 kg. mjólk-
ur: kr. 41,10, en hefði ekki þurft að verða
nema 21,80 kr. ef mjólkin hefði verið
nægileg og mjólkurmagnið nokkurn veg-
inn fastákveðið fyrirfram.
15. des. var selt tæplega helmingur af
ostinum. Meðalverð á seldum osti var kr.
3.23 kg.“.
í utanför sinni, núna eftir nýárið, leit-
aði Sigurður Búnaðarfélagsforseti eftir
vitneskju um það, hvernig stæði á þeirri
tregðu með sölu á ostunum, sem átt hefir
sér stað í Danmörk nú í ár, þar sem ostur-