Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Page 20

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Page 20
GUÐRÚN ÞÓR, deildarstjóri Göngudeild Kvennadeildar: Eftirlit á meðgöngu Mikilvægt er að greina snemma þau einkenni sem bent gætu á byrjandi pre-eclampsi. Reglulegt eftirlit og góð mæðravernd hefur í því sambandi veigamiklu hlutverki að gegna. í hverri skoðun er fylgst með þyngd- araukningu, þvag athugað fyrir eggja- hvítu og blóðþrýstingur mældur. Meðferð: Fer eftir einkennum. Ef blóðþrýstingur er vægt hækkað- ur, á bilinu 140—160/90—100, og hefur eftir hvíld í 10—20 mín. ekki lækkað, konan hefur þyngst óeðlilega mikið, og/eða er með dreifðan bjúg, er konunni ráðlagt að hvíla sig heima í viku. Hafi einkennin þá ekki gengið til baka er konan lögð inn á meðgöngu- deild. Hins vegar, ef um er að ræða alvar- legan háþrýsting um og yfir 160/100, eggjahvítu í þvagi og/eða mikla þyngd- araukningu, er konan strax lögð inn á meðgöngudeild. Fræðsla: Þar sem flestar konur með pre- eclampsi finna ekki til neinna ein- kenna, er mikilvægt að vel sé útskýrt fyrir konunni eðli sjúkdómsins og til- gangur meðferðar. Markmiðið er að konan skilji og geri sér grein fyrir mikil- vægi nægrar hvíldar og reglulegu eftir- liti. Einnig getur verið æskilegt að fræða aðstandendur um eðli sjúkdóms- ins með tilliti til umgengni og stuðn- ings, því mikilvægt er að konan sé í andlegu jafnvægi og eins áhyggjulaus og kostur er. Sýna þarf mikinn skilning og hlýju í samskiptum við konuna og aðstoða hana við að leysa þau vanda- mál, sem upp geta komið samfara breytingum á daglegu lífi og innlögn á sjúkrahús. 1 8 I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.