Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Side 21

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Side 21
SIGRÚN VALDIMARSDÓTTIR, Ijósmóðir: Meðferð við pre-eclampsiu á Meðgöngudeiíd Meðgöngudeildin þjónar öllu land- inu hvað varðar innlagnir á konum með meðgöngusjúkdóma eins og t.d. pre-eclampsiu. Við innlagnir á konum með pre- eclampsiu er gerður stigsmunur á sjúk- dómnum; a) konur sem eru með vægt hækkað- an blóðþrýsting og væg einkenni sem eru þá oftast lagðar inn í svo- kallaða dagönn og b) konur með alvarlegri einkenni sjúk- dómsins eru lagðar inn til sólar- hringsdvalar eða lengri tíma. Dagönrt: Hvað er dagönn? Orðið er komið af enska orðinu daycare. Það er innlagn- ar fyrirkomulag, sem er þannig háttað að konur eru lagðar inn til eftirlits og mats á ástandi hluta úr degi u.þ.b. 4—5 klst. í einu. A meðgöngudeild Kvennadeildar Landspítalans var byrjað með þetta inn- lagnar fyrirkomulag fyrir um það bil 3 árum og hefur það gefist nokkuð vel. Til fróðleiks má geta þess að gífurleg aukning hefur orðið á innlögnum til dagannar. Árið 1990 var 40% aukn- ing á innlögnum í dagönn frá árinu 1989. Það koma að meðaltali 4 til 5 konur daglega og eru þær allt uppí 100 á mánuði. Meðferð kvenna sem koma í dagönn: Ljósmóðir tekur á móti konunni við komu og annast hana þann tíma sem hún dvelur á deildinni sem oftast er 4 til 5 klukkustundir í einu. Konurnar liggja fyrir mestan hluta þessa tíma. 1. Blóðþrýstingur er mældur a.m.k. x 4. 2. Tekið er hjartsláttarrit af barni. 3. E.t.v. ómskoðun, ef grunur leikur á vaxtarseinkun, sem einnig er metin með kliniskri skoðun þ.e. mæld hæð legbotns + ummál. 4. Blóðpróf tekin: Mælt hæmoglobin — blóðflögur — > metin blóðstorkuhæfni blóðsins. Electrolytar Na + K + C1 - > met- ið vökvajafnvægi. — Urea, creatinin, þvagsýra — > metin nýrnastarfsemi. — Ef blóðflögur eru lækkaðar er í einstaka tilfellum tekin storkupróf. Blóðpróf eru ekki tekin í hverri dag- önn, heldur metið hverju sinni. 5. Sent er þvag frá konum í almenna skoðun og smásjárskoðun og at- hugað er hvort eggjahvíta sé I þvag- inu, bjúgsöfnun er metin. 6. Ef konur koma oft í dagönn sjá ljós- mæður á Meðgöngudeild um venju- bundið mæðraeftirlit. 19 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.