Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Síða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Síða 22
Metið er hverju sinni hvort konan kemur aftur í dagönn eða hvort hún út- skrifast og fer í venjubundið mæðra- eftirlit. Þær konur sem fá að fara heim, en koma aftur ýmist f dagönn eða til eftir- lits og mæðraskoðunar á Meðgöngu- deildina, eru þær konur sem hafa blóðþrýsting 140/95—100, ( + ), + af próteini í þvagi, blóðpróf innan eðli- legra marka. Sumar konur geta ekki út- skrifast heldur eru lagðar inn til áframhaldandi legu og frekara eftirlits. Þetta eru þær konur sem; svara hvíld alls ekki og blóðþrýstingur er 140/100—105, eru með eggjahvítu í þvagi, blóðpróf eru lítilsháttar brengluð. Meðferð kvenna sem eru lagðar inn: Upphafsmeðferð byggist á því að konan liggi í rúminu með klósett- og sturtuleyfi í að minnsta kosti tvo sólar- hringa. 1. Tilgangur rúmlegu: a) Athuga hvort og hvernig blóð- þrýstingur lækkar í verulegri hvíld, en hann lækkar einmitt oft- við leguna. b) Rúmlega eykur blóðflæði um fylgju og nýru. c) Bjúgur rennur gjarnan af. 2. Blóðþrýstingur er mældur a.m.k. x 4 á dag. 3. Ef blóðþrýstingur lækkar eftir 2ja sólarhringa legu má auka fótaferð í 1—2 daga og e.t.v. útskrifa konu ef vel gengur. 4. Ef konan hefur ennþá slæma pre-ec- lampsiu þrátt fyrir legu er ef til vill 20 __________________________________ hafin lyfjameðferð — > Ef konan svarar lyfjagjöfinni vel, má hefja fóta- ferð smátt og smátt. 5. I alvarlegri tilfellum er mikilvægt að konan sé á rólegum stað, helst einbýli. 6. Mataræði: Skiptir einnig miklu máli. Konan má fá almennt fæði en sneiða þó hjá saltríkum mat. Ef mikill leki er á eggjahvítu er í einstaka tilfellum ráðlegt að gefa eggjahvíturíkt fæði. Ekki er nauðsynlegt að draga úr vökvainntekt. TILGANGUR MEÐFERÐAR: Miðar að því að fyrirbyggja; Hjá konunni; 1) Krampa. 2) Æðaskemmdir blóðstorkutruflanir innri blæðingar. / fylgju; 1) Otímabærar hrörnunarbreyting- ar, lélega starfsemi. 2) Fylgjulos. Hjá barni; 1) Vaxtarseinkun. 2) Fósturlát, hugsanlegt ef slæm pre-eclampsia. 3) Fyrirburafæðingu. DAGLEGT EFTIRLIT KVENNA MEÐ PRE-ECLAMPSIU: 1. Fylgst er náið með hugsanlegum fylgikvillum pre-eclampsiu: a) Höfuðverkur (leiðir oft fram í enni). b) Sjóntruflanir (flygsur fyrir augum). 1—IÓSMÆÐR ABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.