Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 23
c) Verkur undir bringspölum (yfir lifrarstað, er mjög alvarlegt einkeni). d) Ogleði/uppköst. e) Minnkuð þvagmyndun tengd minnkaðri starfshæfni nýrna. 2. Örar blóðþrýstingsmælingar eins og áður segir. 3. Hlustað er eftir hjartslætti barns dag- lega 4- hreyfingar metnar. Konur settar í sírita samkv. skema og eftir þörfum. 4. Daglega er; bjúgur metinn, konan vigtuð, þar sem verið er að meta bjúgsöfnun. 5. Fyrstu 2 sólarhringana á deildinni er haldin vökvaskrá til að fylgjast með hlutfalli inntöku og útskilnaðar. HVAÐA RANNSÓKNIR ERU GERÐAR: 1. Alltaf teknar blóðprufur. a) Mælt hæmoglobin — blóðflögur til að meta blóðstorknun. b) Electrolytar Na + K + C1 — meta vökvajafnvægi, urea, creat- inin, þvagsýra. Meta nýrna- starfsemi. 2. a) Þvag sent í almenna skoðun og smásjárskoðun. Daglega er fylgst með hvort eggjahvíta finnst í þvagi og/eða eykst. b) Einnig er gerð sólarhrings þvag- söfnun hjá konum, þar sem eggjahvíta mælist meira en + + og blóðþrýstingur mælist 150/100-110. Miðað er við að sólarhringsmagn eggjahvítu í þvagi fari ekki yfir 0.5 gr/sólar- hring. Creatinin er mælt í blóði til að athuga creatinin clear- ance/sólarhring og glomerular filtration. 3. Konurnar fara í augnskoðun til að meta hvort breytingar hafi orðið á æðum í augnbotnum. 4. Sónarskoðun — Er gerð ef grunur leikur á að barn sé vaxtarseinkað. Síðan þurfa að líða a.m.k. 2 vikur á milli sónarskoðana þegar meta á áframhaldandi vöxt barns til þess að skoðunin sé marktæk. Lyf: Ef blóðþrýstingur lækkar ekki við hvíld eða ef hann er mjög hár við inn- lögn, þarf stundum að grípa til blóð- þrýstingslækkandi lyfja, þá í töfluformi. — Oftast er notað lyfið Trandate, sem er af labetalol stofni. Helstu lyf sem notuð eru: Labetalol — Trandate Methyldopa — Aldomet Hydralazinum — Apresolin Helstu aukaverkanir lyfjanna eru: a) Skyndileg lækkun á blóðþrýsting, meiri þegar konan stendur snögg- lega upp. b) Höfuðverks getur einnig orðið vart. c) Svefntruflanir. d) Dofatilfinning. Þessar aukaverkanir eru þó sjaldséð- ar og eru oft byrjunarvandamál. I ein- __________________________________ 21 ljósmæðrablaðið

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.