Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Page 29

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Page 29
SVANHVÍT MAGNÚSDÓTTIR, Ijósmóðir: Pre-eclampsiur í sængurlegu Móttaka á deild Pre-eclampsiur hafa forgang um ró- legan stað á deildinni. Fá þarf góða sögu með konunni, þ.e. um blóðþrýst- ing, þvagútskiinað og eggjahvítu í þvagi, bjúg, lyfjagjafir, hvernig fæðing gekk, blæðingu, ástand barns o.fl.. Eftirlit í sængurlegu Fer eftir hversu alvarleg pre- eclampsian er. I flestum tilfellum er lækningin fólgin í fæðingunni og blóð- þrýstingur verður eðlilegur eftir hana.(3) Slæmar pre-eclampsiur eru oft nokkra daga að jafna sig. Flest ec- lampsiutilfelli koma fyrir eða í fæðingu en einn fjórði kemur eftir fæðingu og þá yfirleitt á fyrstu 24 klukkustundum. (1). Þannig að eftirlitið þarf að vera best á þeim tíma. Einnig eru til svokall- aðar síðbúnar pre-eclampsiur. Þær fá einkenni í og eftir fæðingu og lagast oft- ast innan 10 daga. (7). a) Blóðþrýstingur er mældur x2 á sól- arhring hjá vægari pre-eclampsium a.m.k. í fjóra sólarhringa en slæmar eru mældar x2 á vakt og allt upp í hálfrar klukkustundar fresti. Síðan er mælingum fækkað. Þessar konur eru mældar alla sína sængurlegu. b) Þvag er testað fyrir eggjahvítu a.m.k. xl í sængurlegu og hjá alvar- legum pre-eclampsium er testað á fjögurra tíma fresti. Þær eru á ná- kvæmum vökvamælingum út og UÓSMÆÐRABLAÐIÐ ____________________ inn. Oft verður útskilnaður mikill fyrstu tvo sólarhringana og útlit kon- unnar breytist hratt. (6). Blóðprufur eru teknar reglulega og fylgst með truflunum á storkuhæfni blóðsins. Fylgst er með blæðingu vaginalt vegna aukinnar blæðingarhættu. (4). c) Fylgjast þarf grannt með einkenn- um yfirvofandi eclampisu. Athuga að lyfjagjafir t.d. verkjalyf við sam- dráttarverkjum geta falið höfuðverk og fleiri einkenni. (2). Það þarf að þekkja krampana þegar þeir koma og bregðast rétt við. (1). d) Lyfjagjafir eru misjafnar. Oft er lyfja- gjöf til lækkunar blóðþrýstings hætt eftir fæðingu og síðan endurmetið eftir einn til einn og hálfan sólarhring. Slæmum pre-eclampsium eða þeim sem hækka mjög snögglega eru oft gefnir stórir skammtar og þarf þá að fylgjast vel með þrýstingi og einkenn- um um of lágan blóðþrýsting. e) Áríðandi er að fylgjast vel með and- legu ástandi. Vegna aukins álags eru konur oft seinni til að tengjast barni sínu. Þær finna til vanmáttar gagnvart sjúkdómi sínum sem þær átta sig oft ekki á. (5). Einnig er meiri hætta á þunglyndi. (7).

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.