Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 33
beins og legs svo að lífbeinið hylur neðsta hluta legsins. — Handleggir liggja niður með hliðum. — Þvagblaðran á að vera tóm. Full þvagblaðra lyftir leginu og hækkar mál- ið. Þetta á við allan meðgöngutímann, ekki eingöngu snemma á meðgöngu eins og ætla mætti. — Enginn samdráttur má vera í leg- inu, þegar mælt er. Algengt er að legið dragi sig saman, þegar konan leggst á bakið. Þá þarf að doka við, þar til legið slaknar á ný. — Málband sem ekki teygist er not- að. Gömul slitin málbönd með sprung- inni plasthúð ætti ekki að nota. — Mælt er frá efri brún lífbeins í miðju (symphysis pubis, klyftasam- bryskju) upp á efsta punkt legsins, leg- botninn, hvort sem hann liggur í eða utan miðlínu. Þess skal þó gætt að fara ekki með málmbandið aftur fyrir leg- botninn. Venjulega er ráðlagt, að mál- bandið fylgi yfirborði legsins og handarjaðar sé lagður á málbandið þar sem lesið er af. Sumir lesa þó af mál- bandinu í hæð við legbotninn án þess að það liggi að kviðveggnum. Ekki hef- ur verið sýnt fram á mun á þessu tvennu. Sumir mæla ofan frá legbotni og niður á lífbein. Ekki liggur fyrir hvort það gefur aðrar niðurstöður en þegar mælt er í hina áttina. Hluilaust mat Það er gömul sannindi og ný, að væntingar okkar geta haft áhrif á mæl- inganiðurstöður. Hvað viðvíkur leg- botnshæðarmælingum þá veit mæland- inn oftast hvert málið var í síðustu ljósmæðrablaðið ___________________ skoðun og hve langt konan er gengin. Hann hefur þá tilhneigingu til þess að lesa af málbandinu með hliðsjón af fyrri mælingunni. Stundum má sjá legvaxtarrit sem sami mælandi hefur fært framan af og það hækkar eðlilega. I næstu skoðun mælir annar og þá fellur málið skyndi- lega. Þá vaknar sú spurning, hvort mismunandi mæliaðferðir skýri þenn- an mun eða hvort fyrri mælandanum hafi í „heitri ósk sinni“ um eðlilega meðgöngu ,,tekist“ að fá hagstæð mál á legbotnshæðina en ritið hefði í raun fyrir löngu átt að vera farið að fletjast út. Hvernig má koma í veg fyrir eða minnka þessi áhrif væntinganna? Hægt er að snúa sentimetrakvarðan- um á málbandinu niður þegar mælt er og lesa ekki af fyrr en eftir á. Önnur leið er að mæla legbotnshæðina með óteygjanlegum kvarðalausum spotta eða borða og bera hann við málband eftir á til aflestrar. Síðarnefnda aðferðin er þó lakari, þar sem hún felur tvisvar í sér hættu á skekkju í aflestri. Munur á milli mælenda Legbotnshæðarmælingar eru ekki nákvæm aðferð til að greina vaxtarfrá- vik hjá fóstri. Þegar bornar eru saman niðurstöður tveggja eða fleiri mælenda á sömu konum sést að mismunurinn er oft um 2 cm (6, 7, 8) og sumir hafa fundið enn meiri mun (9). Tveggja _______________________________ 31

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.