Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Side 35

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Side 35
ur í ljós að ekki er um vaxtarseinkun að ræða. Legbotnshæðarmælingin er því falskt jákvæð. Sé þessi falskt jákvæði hópur stór eru legbotnsmælingar ekki sérlega ódýr og einföld rannsókn því þær vekja þá of oft ástæðulausan grun, sem hrekja þarf með tímafrekum og kostnaðarsömum rannsóknum. Reiknað hefur verið út næmi og sér- tæki ýmissa legvaxtarrita við leit að vaxtarseinkun (3, 7, 8, 10, 11). Al- gengt er að næmið sé á bilinu 60—80%, sértækið 80—90% og já- kvæða forspárgildið 30—60%. Teljast gildi þessi góð fyrir kembirannsókn á borð við mælingar legbotnshæðar. Næmið, sértækið og forspárgildið velta mjög á því, hvar viðmiðunarmörk fyrir hugsanlega vaxtarseinkun eru skil- greind. A íslenska legvaxtarritinu var valið að miða við að -2 staðalfrávik (3—4 cm fyrir neðan meðaltalið) gefi ákveðna ábendingu um óeðlilega lítinn fósturvöxt en svæðið milli -1,5 og -2 staðalfrávika var litið á sem viðvörunar- svæði (4). Sjaldan er þó ályktanir dregnar af einni einstakri mælingu, heldur vaknar grunur um afbrigðilegan vöxt, ef halli legvaxtarritsins er óeðlileg- ur. Næmi, sértæki og forspárgildi ís- lenska legvaxtarritsins hefur ekki verið athugað enn. Lokaorð Leit að vaxtarseinkun er mikilvægur hluti mæðraeftirlits. Mælingar á hæð legbotns og færsla legvaxtarrits gegna þar stóru hlutverki sem kembirann- sókn. Aðferðin er einföld, hættulaus og ber viðunandi árangur. Aðferðin er þó ekki nákvæm í eðli sínu og víða ljósmæðrablaðið ____________________ leynast skekkjuvaldar. Þeir verða helst upprættir og nákvæmnin aukin með samræmdri mælingaraðferð. Heimildir: 1. Hey EN. Perinatal mortality: a continuing regional collaborative survey. Br Med J 1984; 1717-20. 2. Þórarinsson S. Sigurðsson G. Vísir að hand- bók fyrir mæðravernd. Reykjavík: Landlækn- isembættið, Heilbrigðisskýrslur, 1983; fylgirit 2. 3. Westin B. Gravidogram and fetal growth. Acta Obstet Gynecol Scand 1977; 56: 273-82. 4. Steingrímsdóttir Þ. Geirsson RT, Kristjánsdótt- ir B. Breytingar á legbotnshæð í meðgöngu hjá íslenskum konum. Læknablaðið 1987; 73: 369-74. 5. Rumbolz WL, McGoogan LS. Placental insufficiency and the small undernourished fullterm infant. Obstet Gynecol 1953; 1: 294-301. 6. Baily SM, Sarmandal P, Grant JM. A com- parison of three methods of assessing int- erobserver variation applied to measurement of the symphysis-fundal height. Br J Obstet Gynecol 1989; 96: 1266-71. 7. Calvert JP, Crean EE, Newcombe RG, Pear- son JF. Antenatal screening by measurement of symphysis-fundus height. Br Med J 1982; 285: 846-849. 8. Stuart JM, Healy TJG, Sutton M, Swingler GR. Symphysis-fundus measurements in screening for small-for-dates infants: a community based study in Gloucestershire. J R Coll Gen Pract 1989; 39: 45-48. 9. Bagger PV, Eriksen PS, Secher NJ, Thisted J, Westergárd L. The precision and accuracy of symphysis-fundus distance measurements during pregnancy. Acta Obstet Gynecol Scand 1985; 64: 371-374. 10. Cnattingius S, Axelsson O, Lindmark G. Symphysis-fundus measurements and in- trauterine growth retardation. Acta Obstet Gynecol Scand 1984; 63: 335—340. 11. Wallin A, Gyllenswárd A, Westin B. Symp- hysis-fundus measurement in prediction of fetal growth disturbances. Acta Obstet Gynecol Scand 1981; 60: 317-323. _______________________________________ 33

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.