Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Page 47

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Page 47
MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR, formaður LMFÍ: Frá 36. þingi BSRB 36. þing Bandalags Starfsmanna Rík- is og Bæja var haldið dagana 27.-29. maí 1991. Fulltrúar Ljósmæðrafélags Islands á þinginu voru Hjördís Karlsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir hef- ur verið fulltrúi félagsins í stjórn BSRB síðastliðin 3 ár. Hún gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Margrét Guðmundsdótt- ir var kosin í hennar stað. Hér á eftir birtum við úrdrátt úr þeim ályktunum sem samþykktar voru á þinginu og BSRB gerir að stefnu sinni. 36. þing BSRB leggur áherslu á að kaupmáttur taxtalauna verði stórauk- inn og hann rækilega tryggður, svo dagvinna dugi til framfærslu. 36. þing BSRB leggur sérstaka áherslu á að stórhækkun lægstu launa hafi forgang í næstu kjarasamningum. BSRB leggur áherslu á breytta og jafnari tekjuskiptingu í íslensku þjóðfé- lagi, og að launafólki verði tryggð auk- in hlutdeild í þjóðartekjum. BSRB krefst þess að starfsmönnum verði ekki mismunað í launum, og að sömu laun verði greidd fyrir sömu vinnu innan sömu stofnunar eða deildar. Laun miðist við störf, ekki einstakl- inga. Árlega komi út skrá um stöður hjá hinu opinbera þar sem störfin skulu skilgreind, m.a. með tilliti til allra launa og hlunninda. BSRB fer fram á aukin réttindi hvað varðar veikindarétt og barnsburðar- leyfi. Þess er krafist að fæðingarorlof verði 12 mánuðir á fullum launum, og að foreldrar geti skipt því að eigin vali. 36. þing BSRB leggur áherslu á að í engu verði skert lífeyrisréttindi félags- manna BSRB sem starfa hjá ríki, sveit- arfélögum, sameignarstofnunum og séreignarstofnunum. Þá mótmælir þingið skerðingu á lögboðnum fram- lögum ríkisins til Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins undanfarin tvö ár. 36. þing BSRB hvetur til endurskoð- unar á skattakerfinu með það fyrir aug- um að auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Nauð- synlegar breytingar í þessa átt verði m.a. fjármagnaðar með fjármagns- skatti og stórauknu skattaeftirliti. BSRB varar alvarlega við öllum fyr- irætlunum sem stefna I hættu þeim ár- angri sem náðst hefur í uppbyggingu velferðarkerfisins og mun beita sam- takamætti sínum af alefli til að bæta þetta kerfi. Jafna þarf lífskjör í landinu og viður- kenna það sem almenna mannréttindi að búseta fólks ráði sem minnstu um I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.