Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 50

Ljósmæðrablaðið - 01.07.1991, Blaðsíða 50
inngang í Evrópubandalagið af íslands hálfu er alls ekki á dagskrá og kemur ekki til greina. 36. þing BSRB ítrekar að í viðræð- um EFTA-ríkjanna við Evrópubanda- lagið um sameiginlegt evrópskt efnahagssvæði verði ekki hvikað frá eft- irfarandi grundvallaratriðum: * I engu verði hvikað frá sjálfsákvörð- unarrétti Islendinga, né yfirráðum þeirra yfir auðlindum landsins og efnahagslögsögu þess. ’ I engu verði skertur samningsréttur, reglur um mengunarvarnir, vinnu- aðstöðu og umhverfi, jafnréttismál, réttindi barna og þau réttindamál sem náðst hafa íslensku launafólki til handa. Þingið leggur áherslu á að félagsmálin hafa ekki skipað þann sess í umræðunni sem verkalýðs- hreyfingin hefur gert kröfu um. 36. þing BSRB skorar á íslensk stjórnvöld að áður en til inngöngu í EES komi verði viðhöfð þjóðarat- kvæðagreiðsla. 36. þing BSRB fordæmir öll mann- réttindabrot hvar sem þau eru framin í heiminum og af hvaða hvötum; pólitísk- um, trúarlegum, eða í krafti hugmynda- fræði sem upphefur einn kynstofn á kostnað annarra. Sérstaklega fordæm- ir þingið brot á mannréttindum barna. Þingið beinir því til ríkisstjórnarinnar að hún beiti sér fyrir því á alþjóðavett- vangi að réttur undirokaðra þjóða og þjóðarbrota til sjálfsforræðis verði virtur. 36. þing BSRB fagnar því að tekist hafa samningar um fækkun kjarna- vopna og hefðbundinna vopna, en vekur jafnframt athygli á að ekki hefur tekist samkomulag um fækkun kjarna- vopna í höfunum. 36. þing BSRB skor- ar á íslensk stjórnvöld að beita sér fyrir því að tilraunir með kjarnavopn, framleiðsla þeirra og notkun, verði bönnuð. 36. þing BSRB vekur athygli á því að framlag Islendinga til þróunarstarfs nemur aðeins broti af því sem tíðkast meðal grannþjóða okkar. Þingið krefst þess að Islendingar standi við gerðar samþykktir um þróunarstarf. GAMALT OG GOTT Brjóti nokkur yfirsetukona gegn því, sem henni er gert að skyldu íþessari reglugerð, þá skal hún sæta sektum, nema þyngri refsing liggi við broti hennar að lögum. Verði hún sek að nýju og eru miklar sakir til, einkum ef hún oft- ar en einu sinni hefur skorast undan að vitja sængurkonu tafar- laust og að forfallalausu, þá skal henni vikið frá. Ef yfirsetukona Ijóstrar upp því, sem einhver kona hefur trúað henni fyrir sem yfirsetukonu um hagi sína, skal henni þegar vikið frá starfi. Yfirsetukvennabók. Reykjavík 1914. 48 I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.