Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 35
nema til viðbótar skal taka blóðsýni til mælingar á: BILIRUBIN (nýbura), teknir eru 5 ml í hvítt glas (eins og við krosspróf). BLÓÐSTATUS, tekið í venjulegt statusglas (með rauðu loki). Sýnishorn af þessum glösum ásamt upplýsingum hanga á töflu á fæð- ingagangi. Þessi sýni eru send ACUT! Varðandi þessar konur, skal láta barnalækni og vökudeild vita. Barnið er oftast lagt inn á vökudeild þar sem áframhaldandi rannsóknir og meðferð fer fram. BGJ/EÓ Konur t fæðingu með herpes genitaiia A meðgöngu eru tekin sýni frá leg- hálsi og sjáanlegum útbrotum hjá þeim konum, sem einhvern tíma hafa greinst með herpes genitalis eða fá herpes genitalis á meðgöngu (nýtt smit). Einkenni: Blöðrur (1—5 mm) sem springa og eftir verður rauður blettur eða fleiður. I kringum blöðrurnar er oftast bólga og bjúgur. Þessú getur fylgt eitlabólga, sótthiti og almenn veikindaeinkenni. Þungaðar konur geta orðið mjög veik- ar við frumsmit. Keisaraskurður er gerður ef: Kona er með „klinisk" einkenni þeg- ar hún kemur til fæðingar. Svar úr sýnatöku hefur reynst jákvætt sl. 2 vikur. Astæðan er möguleg sýking barns. Ef belgir rofna hjá þessum konum skal gera keisaraskurð innan 4 klst. ljósmæðrablaðið ___________________ Kona og barn eru sett í einangrun og lögð áhersla á það við konuna að þvo sér vel um hendur, áður en hún með- höndlar barnið. Brjóstagjöf er heimil. Eðlileg fæðing ef: Hrúður er á blöðrum og þær meira en 14 daga gamlar. Engin ,,klinisk“ einkenni eru til staðar. Sýni verið neikvæð á meðgöngu. Ekki er þörf á einangrun. BGJ/EÓ Konur smitaðar HIV og aðrar áhættukonur Vísað er til leiðbeiningablaðs nefnt ÁHÆTTUFÆÐING, gefið út í október 1988. Einnig er bent á TILLÖGUR UM SMITGÁT Á SJÚKRAHÚSUM VEGNA AIDS og leiðbeiningar Sýk- ingavarnarnefndar er nefnist ALMENN SMITGÁT. Konur smitaðar Hepatitits B Æskilegt er að ljósmóðir sem annast smitaða konu hafi verið bólusótt gegn Hepatitis B. Varðandi umönnun konu í fæðingu vísast að öðru leyti til áðurnefndra leið- beininga. Barni er gefið mótefni strax eftir fæð- ingu og aftur eftir 1 og 6 mánuði, þar sem smitun frá móður verður oftast við

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.