Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 32
Ráðstefna ljósmæðra
15. og 16 október 1991
Ljósmæður sem starfa á fæðingar-
gangi Landsspítalans héldu ráðstefnu í
BSRB-húsinu dagana 15. og 16. októ-
ber sl. Ráðstefnuna sátu um 40 ljós-
mæður báða dagana. Ljósmæðurnar
unnu saman tvær og þrjár í hóp að
verkefnum um ýmis störf ljósmæðra á
fæðingadeildinni og gerðu grein fyrir
niðurstöðu á ráðstefnunni. Akveðið
var að birta hluta úrlausna í Ljós-
mæðrablaðinu öðrum ljósmæðrum til
fróðleiks og skemmtunar. Hér á eftir
fylgir niðurstaða um fimm verkefni sem
unnin voru af eftirtöldum ljósmæðrum
á fæðingadeild 23A:
Birna Gerður Jónsdóttir (BGJ)
Bóthildur Steinþórsdóttir (BS)
Elísabet Ólafsdóttir (EÓ)
Gróa Margrét Jónsdóttir (GMJ)
Hulda Þórarinsdóttir (HÞ)
Margrét Bjarnadóttir (MB)
Sonja Guðjónsdóttir (SG)
MB/HÞ/SG
Belgjarof
Þegar belgjarof á sér stað, þarf að
hafa eftirfarandi atriði í huga.
1. Búið er að segja konunni í
mæðraskoðun hvað gera skuli, ef
belgjarof verður heima. Sérkennileg
30__________________________________
lykt er af legvatni og oft kemur smá
gusa fyrst. Þó getur seitlað smátt og
smátt. Leggjast fyrir og hafa samband
við fæðingadeild.
2. Konan kemur í sjúkrabíl á fæð-
ingadeild ef:
* Konan er gengin skemur en
35—36 vikur.
’ Barn er í afbrigðilegri stöðu,
sitjandi eða skálegu.
* Legvatn er blóðlitað eða
grænleitt.
* Kollur sagður óskorðaður.
Þetta er vegna aukinnar hættu á
framfalli á naflastreng. (Sjúkrabíll kost-
ar kr. 2.000, innan stór-Reykjavíkur-
svæðis í ágúst 1991).
Konan kemur í einkabíl ef óvíst er
um belgjarof. Ljósmóðir metur þetta
hverju sinni eftir símviðtali við verðandi
foreldri.
3. Við komu á deildina:
Ef ekki er víst að belgjarof hafi átt sér
stað, er prófað með þar til gerðum
pinna (amnicator), sem stungið er upp
í leghálsinn. Hann litast svartur ef leg-
vatn rennur. (Ath! Ekki má þvo kon-
unni með hibitan-kremi eða chlorhexid-
ini, því þá getur komið falskt jákvætt
próf). Um leið er metið ástand legháls
og staða fyrirsæts fósturhluta.
___________________ I—IÓSMÆÐRABLAÐIÐ