Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 9
arreitur fyrir þá foreldra, sem fara í
gegnum sorgarviðbrögð vegna fóstur-
láts, en engin viðbrögð hafa borist enn-
þá frá Kirkjugörðunum.
FÓSTUREYÐING
Samfélagslega skiljum við það svo,
að fóstureyðing sé óvelkomin með-
ganga. Eða hvað? Hvers vegna koma
fram tilfinningaleg viðbrögð hjá þess-
um konum og jafnvel mönnunum
þeirra jafnvel löngu síðar? Hvaða stuðn-
ing vantar hjá okkur?
Utanlegsfóstur
Þessi missir felur oft í sér vandamál,
sem tengjast þungunum í framtíðinni.
Missirinn er þá bæði tengdur núinu og
framtíðinni.
Fæðing sett af stað
A meðgöngu geta þær aðstæður
komið upp, að barnið sé svo fatlað eða
vanskapað, að það geti ekki lifað síðari
hluta meðgöngunnar, eða fæðinguna
öðru vísi en sem mjög skertur einstak-
l'ngur, oftast með mjög takmarkaða
hæfileika til vitsmunastarfsemi. En
þarna má samt búast við sorgarvið-
brögðum og jafnframt er stuðningur og
skilningur samfélagsins á þessum að-
stæðum oft af skornum skammti.
Andvana fæðing
Frá u.þ.b. 22. viku til 40. viku með-
Söngu. Á síðasta ári voru skráðar 21
andvana fæðing á Landspítalanum,
samtals 24 börn. Þarna er veittur þó
nokkur stuðningur á sjúkrahúsi nú orð-
ið. Nafngjöf tíðkast í flestum tilfellum,
þótt ekki sé skírt. Flest eru þessi börn
nú jarðsett í eigin kistu.
Missir á vökudeild
Oftast er um að ræða fyrirbura.
Þarna er veittur stuðningur við foreldra
og jafnvel systkini. Skemmri skírn er al-
geng við þessar aðstæður. Myndir eru
teknar og foreldrum fylgt eftir af
starfsfólki.
Vöggudauði
2—4 börn á ári deyja vöggudauða
hér á landi að meðaltali. Mismunandi
eftir landshlutum og aðstæðum hversu
mikill stuðningur er veittur. Þar sem
þarna er um að ræða dauða utan sjúkra-
húss, þá þarf rannsóknarlögregla að
koma á vettvang. Við þessar aðstæður
eru sjálfsásakanir foreldra mjög al-
gengar.
Algengar tilfinningar
foreldra við dauða barns
Áfall — tilfinningar dofna — allt er
sem í þoku.
Reiði. Við spyrjum: Hvers vegna?
Reiði beinist oft að Guði.
Dapurleiki — grátur — söknuður.
Þunglyndi — tómleiki.
Sektarkennd — ef — þörf fyrir svör.
Ljósmæðrablaðið