Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 10

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 10
Faðir og móðir eru einmana og finn- ast þau hafa verið svikin. Ef þetta var fyrsta barn, þá kemur spurningin: Er ég foreldri áfram úr því að ég missti barnið? Er ég faðir? Er ég móðir, úr því að barnið dó? Fæðing barns er mjög sterk tilfinn- ingaleg reynsla. Ffvað er hægt að gera við þessar tilfinningar, hvaða farveg geta þær fengið, ef barnið deyr? Missir eldri barna Þegar eldri börn deyja, sem oft er af slysförum, þá má búast við svipuðum tilfinningum og áður eru nefndar. Þó er eitt, sem kemur mikið inn í þá mynd, en það er reiðin út í þann, sem varð valdur að slysinu, blóraböggull- inn. Jafnframt þessu eru eldri börn öðru vísi hluti af fjölskyldunni en þau yngri. Tíminn, sem foreldrar hafa átt með þeim hefur markað sameiginlega reynslu, sameiginlegan þroska. Þau eru orðin félagar okkar, við eigum sam- eiginlegar minningar, atburði, sem hafa tengt okkur saman. Unglingar, sem svipta sig lífi, láta eft- ir sig foreldra, sem margir hverjir búa yf- ir miklum sjálfsásökunum: Hvar brást ég? Og þegar við erum orðin gömul og börnin okkar miðaldra, þá eru þau samt börnin okkar og þau eiga ekki að deyja á undan okkur. Barnsmissir er líka sár, þótt maður sé á eftirlaunaaldri og barnið manns miðaldra. skorðum og mótar sá veruleiki alla framtíð. Við förum í gegnum hið hefð- bundna kveðjandi ferli: Kistulagning-út- för-greftrun. Hvernig kveðjum við? Ljúkum við nokkurn tíma við að kveðja? Minningardagar koma og fara: af- mæli, jól, dánardægur. Munir barn- anna eru í umhverfi okkar: dót, rúm, herbergi, myndir, minningar. Hvað verður um allt þetta? Fjölskyldusaga okkar er saga gleði og sorgar. Mississaga okkar getur gefið okkur vísbendingar um okkur sjálf, mótandi reynslu okkar og fjölskyldu okkar. Alla ævi erum við að missa. Ognin um annan missi vofir sífellt yfir. En við verðum að halda áfram að lifa... Heimildarskrá: Arlene Applebaum — ,,Empty Arms“ Sherokee Ilse 1982. Joy Johnson, S.M. Johnson, Billy Williams — ,,Why Mine?" Centering Corporation 1981. Joy Johnson, S.M. Johnson — „Children Die Too“. Centering Corporation 1984. Lokaorð Enginn verður nokkru sinni samur eftir að missa barn. Öll tilveran fer úr 8 ______________________________ I_IÓSMÆÐR ABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.