Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Side 13

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Side 13
rannsóknargreinum, sem voru síðan ræddar í hópi. Rannsóknirnar voru að- ferðafræðilega misvel unnar og mark- miðið í umræðum var að finna út, í hverju kostir og takmörk hverrar rann- sóknar fólust. Flestar ljósmæður í hópnum höfðu ekki áður lesið rann- sóknargrein og gátu ekki metið hana einar með tilliti til aðferðafræðinnar. Vegna mikillar faglegrar þekkingar þeirra á efninu var hinsvegar hægt að koma fróðlegri umræðu af stað. Marga leiðbeindi einum hóp og var það hlut- verk leiðbeinanda að leiða umræðuna út frá aðferðafræðilegum viðmiðun- um. Það er hennar mat að hópumræð- an hafi verið mjög gefandi fyrir alla hópfélaga. íslenskar ljósmæður gætu farið svipaða leið til að auka læsi á rannsóknum, t.d. með því að koma á laggirnar leshring um rannsóknir ljós- mæðra. Þær gætu valið sér ljósmóður með aðferðafræðilega þekkingu að leiðbeinanda. Einnig gætu íslenskar ljósmæður nýtt sér þjónustu Endur- menntunardeildar Fiáskóla íslands og beðið um endurmenntun í rannsóknar- aðferðum. M.a. gæti,.lesefnisleití tölvu °S læsi á rannsóknir" verið viðfangs- efni slíks námskeiðs. Lokaorð Ráðstefnan um „rannsóknir og ljós- mæður“ var að mörgu leyti fróðleg og hvetjandi. Ekki síst vegur þungt sú vin- átta, sem starfssystkini frá Norðurlönd- LJÖSMÆÐR ABLAÐIÐ ___________________ unum sýndu og það opna andrúmsloft er einkenndi umræðurnar. Vinargjöf frá norskum Ijósmæðrum er bókin ,,Sækið Ijósmóðurina". (G. Soraa, 1984), sem er öllum aðgengileg á bóka- safni Kvennadeildar Landsspítalans. Að lokinni þessari ráðstefnu skiptir þó mestu máli, að íslenskar ljósmæður meðtaki þá vakningu sem hefur orðið varðandi mikilvægi rannsókna í starfi ljósmæðra á Norðurlöndunum og á Bretlandseyjum og hafi í framhaldi af því frumkvæði hér heima til að kynna sér rannsóknir á sínu sviði. Heimildir: Ebba Wergeland, Kitty Strand, Eli Heiberg Endre- sen (1991). Rapport Nr. 1, GRAVIDITET OG ARBEID, Gravid í Norge Ved Inngangen Til Nittiárene, Univ. i Oslo. Eli Heiberg Endresen (1991). Rapport Nr. 3, GRAVIDITET OG ARBEID, Stormarkedet som Arbeidsplass, Univ. i Oslo. Á bókasafni Námsbrautar í hjúkrunarfræði, Eirbergi. Finn Borlum Kristensen, K V Andersen, A M Ny- boz Andersen, H Kjærgaard Nielsen, V Weir- um Knudsen, N Hermann, Forebyggende Helbredsundersogelser af gravide kvinder i Danmark, UGESKR LÆGER, 151/49, 4. Dec. 1989, VIDENSKAB OG PRAKSIS; 3308-3311. Gerd Soraa (1984). Hent Jordmora (Sækið Ijós- móðurina), Gyldendal Norsk Forlag. Á bóka- safni kvennadeildar Landspítalans. MIDIRS Midwifery Digest, No. 1, 2, 3. Á bóka- safni kvennadeildar Landspítalans. 1 1

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.