Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 6

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 6
um fyrir sársauka, sjálfsmeðaumkun og reiði og spyrjum: Hvers vegna barn- ið mitt? Tilfinningar Fyrst er það áfall og vantrú. Sjúkdómsgreiningin hlýtur að vera röng. Einhverjum hafa orðið á mistök. Þetta getur ekki verið. Eg vil ekki trúa þessu. Áfallið og doðinn, sem af því leiðir, verndar okkur gagnvart sársauk- anum. Svo dofnar áfallið og þá koma upp aðrar tilfinningar. ÓTTINN Fyrst er það óttinn við hið óþekkta: Hvað á eftir að koma fyrir? Þá er það óttinn við meðferð. Hvað mun hún leiða af sér? Óttinn við rannsóknir. Hvað munu þær leiða í ljós? Við óttumst líka áhrifin, sem koma munu fram í fjölskyldunni. Við spyrj- um: Held ég þetta út, eða fer ég yfir um? Er maki minn nógu sterk/ur? Hvaða áhrif mun þetta hafa á hin börn- in? Óttaviðbrögð, sem snúa að barn- inu, geta leitt til þess, að: Þú heldur dauðahaldi í barnið og ert alltaf á sjúkrahúsinu. Þú ,,festist“ við rúm- stokk barnsins. Þú ferð að halda, að enginn annar en þú geti annast um barnið svo vel sé. SEKTARKENND Ef ég hefði bara farið fyrr til læknis- ins. Ef ég hefði vitað... þá... Sektar- 4 _________________________________ kenndin leitast við að svara hinni ósvaranlegu spurningu: Hvers vegna? Sektarkenndin er þörf fyrir stjórn — að geta endurskapað andartakið, sem hefði breytt öllu. Hún bendir okkur á eitthvað, sem við getum beint reiði okk- ar að. Hún leitar að tilgangi/merkingu í aðstæðum, sem virðast tilgangslaus- ar/merkingarlausar. Einu er mikilvægt að átta sig á: Ef þú hefðir getað komið í veg fyrir sjúkdóm barnsins þíns, þá hefðir þú örugglega gert það? REIÐI Reiði er tilfinning, sem við upplifum, þegar við meðtökum eitthvað, sem við viljum ekki meðtaka. Reiðin er líka til- finning, sem við finnum, þegar við öðl- umst ekki það, sem við sækjumst eftir. Allir, sem annast um veik börn, verða stundum reiðir. Læknirinn verður stuttur í spuna og er alltaf að flýta sér. Hjúkrunarfræðingurinn verður við- skotaillur og hvassyrtur. Foreldrar ásaka maka sinn og garga á hin börnin, oft af litlu tilefni. Foreldrar ásaka líka lækna og hjúkrunarfólk fyrir að gera ekki nóg fyrir þau og barnið. Foreldrar reiðast Guði og hætta jafnvel að biðja bænir. Síðan finnur þú fyrir sektarkennd yf- ir reiðinni, því okkur er kennt að reiðin sé slæm og syndsamleg og okkur er kennt að maður eigi ekki að reiðast Guði. Það er eðlilegt og rétt að finna fyrir reiði andspænis sjúkdómi barnsins þíns. ÞUNGLYNDI Við upplifum öll tilfinningasveiflur. Veikindi barnsins þíns magna þessar sveiflur. Þegar barnið veikist, þá finnur I_IÓSMÆÐRABLAÐIÐ

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.