Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Síða 37
B-Streptococcar: 5—25% barnshafandi kvenna hafa þessa sýkla. Helmingur barna þeirra smitast en örfá verða alvarlega veik. Þetta er sýking sem erfitt er að ráða við hjá nýfæddum börnum. Þau fá sepsis, heilahimnubólgu eða lungnabólgu. Dánartíðni er há og þau sem lifa fá oft varanlega skaða. Fyrirburar, þar sem belgjarof verður fyrir tímann, eru sér- staklega í hættu. Því ber að taka strok frá leghálsi hjá öllum konum, þar sem belgjarof verður fyrir tímann. Rann- sóknir hafa sýnt að það minnkar hættu á sýkingu, að þvo konum fyrir fæðingu með klórhexidini. Condyloma: Vöxtur eykst yfirleitt á meðgöngu. Utbrot geta orðið svo mikil að ekki sé unnt að láta konuna fæða eðlilega. Stundum er nauðsynlegt að fjarlægja útbrotin á meðgöngutímanum. Ath! blæðingarhætta. Condyloma er mjög smitandi. Eins og að ofan greinir, eru sýkingar þessar oft einkennalausar og ber því ljósmóður að temja sér ávallt reglur þær sem gilda um almenna smitgát. Þar gildir alltaf það sama gagnvart öll- um líkamsvessa, svo sem blóði, leg- vatni og slími. Hér hljóta að gilda tvær meginreglur: Notum hanska! Góður handþvottur! Sjá nánar leiðbeiningar frá Sýkinga- varnanefnd Landspítalans. Konur með hita af óþekktum orsökum Konum sem fá hita í fæðingu (> 38,0) þarf að fylgjast sérstaklega með, m.t.t. amnionitis: Fylgjast vel með hita, púls og blóð- þrýstingi. Flýta fæðingu eins og unnt er (rjúfa belgi). Athuga legvatn, lit og lykt. Stöðug síritun fósturhjartsláttar. Láta aðstoðarlækni og sérfræðing vita. E.t.v. tekin blóðræktun og strok frá leghálsi í ræktun. Forðast inngrip eins og hægt er, svo sem mænurótardeyfingu, áhaldafæð- ingu og keisaraskurð. Láta barnalækni vita. Taka strok frá barni. Takmarka umgang við konuna. BGJ/EÓ ljósmæðrablaðið ____________________________________________ 35

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.