Ljósmæðrablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 12
Jilly hafði í fórum sínum allar nýjar
bækur, sem snertu starf ljósmæðra og
eru seldar á vegum bókaþjónustu MID-
IRS (Book Service). Mikið gagn var af
því að kynnast fjölbreyttri starfsemi
MIDIRS. Einnig vakti erindið fólk til
umhugsunar um það að ekki sé nægi-
legt að komast að ágætum rannsóknar-
niðurstöðum, heldur þyrftu þær að
verða hagnýttar til að sanna gildi sitt í
starfi ljósmæðra.
Eftirfarandi erindi fjölluðu um ýmis
atriði í starfi Ijósmæðra á Norður-
löndum:
1. Ulla Waldenström, Svíþjóð, fjall-
aði um valkosti við fæðingaþjónustu
(Alternative Birth Centre = ABC
ward). Hún sýndi myndband um fæð-
ingu á fæðingaheimili (ABC ward),
sem hún rekur. Ulla metur þjónustuna
á ABC-fæðingaheimili með mats-
rannsókn.
2. Vibke Weirum Knudsen sagði frá
könnun, sem hún ásamt öðrum gerðu
í Danmörku á mæðravernd. I niður-
stöðum þeirra er mælt með því að eft-
irlit (supervision) í mæðravernd verði
bætt meðal þeirra starfsstétta, sem
sinna því, þ.e. Ijósmæðra, heimilis- og
fæðingarlækna.
3. Tellervo Kopare kynnti rannsókn
á „upplifun sársauka við fæðingu11 hjá
konum í Finnmörk í Norður-Noregi.
Það hefur verið vitað lengi að konur á
þessum slóðum þurfa mun minna
magn af verkjalyfjum við fæðingar en
kynsystur þeirra á suðlægari slóðum.
Því var það verðugt rannsóknarverk-
efni að kanna samband á milli menn-
ingar og sársaukaupplifunar. í erindinu
kom fram að sársauki sé „hugsað
fyrirbæri". Sem dæmi um það hugsaði
10 __________________________________
ein Samakona í hennar úrtaki sér að
sársaukinn sé langt, langt í burtu, hugs-
anlega 4—5 km.
4. Marga Thome kynnti rannsókn á
líðan íslenskra kvenna tveimur til sex
mánuðum eftir fæðingu. I erindinu
kom fram að sjúkdómsgreiningar á geð-
rænum breytingum eftir fæðingu gæfu
ekki einar og sér raunhæfa mynd til að
skilja þá þætti, sem geta valdið konum
vanlíðan nokkrum mánuðum eftir fæð-
ingu. Mikilvægt sé að skilja álagið, sem
vekur streitu-, kvíða- og þunglyndisvið-
brögð hjá konum. I umræðum um
þetta erindi kom fram að ljósmæðrum
fannst að þær hafi víða misst úr hönd-
um sér eftirlitið með konum eftir fæð-
ingu, sérstaklega eftir 6-vikna tímabilið
þegar sængurlegunni lýkur, en hinni
sálfélagslegu aðlögun eftir barnsburð er
alls ekki lokið.
5. Eli Heiberg Endresen, sjúkraþjálf-
ari og mannfræðingur, sagði frá rann-
sókn, sem hún og aðrir hafa gert á
stöðu ófrískra kvenna á vinnumarkaði í
Noregi. Það virðist orðin list í lífi nú-
tímakvenna að finna sér tíma fyrir
þungun vegna tímaleysis sem útivinn-
an skapar. Algengt er að konur útvegi
sér veikindavottorð til að finna nauð-
synlegan tíma til að aðlagast þungun-
inni. Skýrslur 1 og 3 af þeim
rannsóknum eru til útláns á bókasafni
Námsbrautar í hjúkrunarfræði í Eirbergi.
Hópstarfið
Tilgangur hópstarfsins var að veita
Ijósmæðrum leiðbeiningu í lestri rann-
sókna í von um að þær mundu í fram-
tíðinni oft lesa og meta rannsóknar-
greinar. Dreift var til allra ljósrituðum
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ