Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 4
Hugleiðing um Ijásmæáur ag Ljásmæáraféiug íslands Ástþóra Kristinsdóttir formaðut LMFÍ Faglega hlutverkið felst hins vegar i því að efla fag- og stéttavitund Ijósmœðra með því að glæða áhuga þeiira á því er að starfinu lýtur og efla og standa vörð um menntun Ijósmœðra. Ljósmæðrafélag íslands hefur tvíþætt hlutverk. Annars vegar faglegt og hins vegar kjaralegt. Kjaralega hlutverkið felst í því að semja um kaup og kjör og standa vörð um áunnin réttindi. Einnig að efla stéttina með því að stuðla að samvinnu og samstöðu og gæta hagsmuna félagsmanna í hvívetna. Faglega hlutverkið felst hins vegar í því að efla fag- og stéttavitund ljósmæðra með því að glæða áhuga þeirra á því er að starfinu lýtur og efla og standa vörð um menntun ljósmæðra. Jafiiframt að stuðla að því að íramfarir verði í stéttinni, bæði fyrir ljósmæður sjálfar og fyrir skjólstæðinga þeirra. Standa vörð um velferð verðandi mæðra og fjölskyldna þeirra og stuðla að því að þær hafi aðgang að þeirri þjónustu sem þeim ber. Að mínu mati og stjórnar félagsins er afar nauðsynlegt að ljósmæður hafi sitt eigið félag og að það hafi skilgreint hlutverk. Stjórn Ljósmæðrafélags íslands hefur því unnið að stefiiumótun félagsins og siðareglum og kynnt þær fyrir félagsmönnum sem og ráðamönnum. Félagsstörfin eru barátta fyrir sjálfsvirðingu stéttarinnar og möguleikanum að fá eigin talsmenn við samningaborðið sem og á öðrum vettvangi. Þetta hefur skilað sér - en betur má ef duga skal. Okkur ljósmæðrum í stjóminni finnst oft á tíðum að hlutimir breytist óþarflega hægt. Nýjasta dæmið um það eru kjarasamningamir okkar. Þargengurerfíðlega að fá menntunina okkar metna. Rúmlega 70% félagsmanna okkar nú eru með bæði hjúkmnarpróf og ljósmæðrapróf. Þetta atriði gengur hægt að láta samninganefiid ríkisins skilja en þó hef ég trú á því að í næstu samningaviðræðum verði auðveldara að sækja viðurkenningu á námi okkar. Það er þó ljóst að við verðum að byrja strax nú á milli samninga að ræða þetta mál, en þetta hefur jú verið okkar helsta baráttumál undanfarin ár. Launamál okkar ljósmæðra verður að laga. Látum ekki deigan síga þó að á móti blási. Það .er brýnt að skjólstæðingar okkar fái þá þjónustu sem þeim hentar hveiju sinni. Þeirri þjónustu þarf að sinna af vel menntuðu og áhugasömu fólki sem er á launum sem hægt er að sætta sig við. Skjólstæðingar okkar eiga rétt á þeirri þjónustu sem við getum veitt. Það verður áffam meginhlutverk okkar ljósmæðra að sjá til þess að verðandi foreldrar/fjölskyldur fái þá þjónustu sem þær kjósa og eiga rétt á í barneignarferli sínu. Virðing við þarfir skjólstæðinga okkar og það að bjóða uppá þjónustu sem hentar skjólstæðingunum hveiju sinni verður alltaf okkar meginmarkmið. ÖSSUR ■ ®

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.