Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 3
Ritstjóraspj Þegar haustið læðist að þá byijar þessi venjulegi erill með ótal tilboðum um námskeið til bættrar heilsu, meiri þekkingar og betra lífs. Félagasamtök taka til við að undirbúa vetarstarfið og er LMFÍ þar engin undantekning. Ritstjóri hefur fregnað að íræðsluneíndin sé með metnaðarfulla starfsemi í undirbúningi íyrir veturinn og er þegar þetta er ritað búin að senda út dagskrá að fyrsta fundi vetrarins sem fjalla á um efni sem allar ljósmæður geta þurft að glíma við í sínu starfi hver svo sem starfsvettvangurinn er. Ritstjóri og ritnefnd hafa einnig ástæðu til að fagna, sem og allar ljósmæður, því í fyrsta sinn er nú birt ritrýnd grein í ljósmæðrablaðinu en það er grein Helgu Gottfreðsdóttur um viðhorf kvenna og ljósmæðra til mæðraskoðunnar. En um það efni fjallaði mastersritgerð Helgu. Ritstjóm ákvað einnig að birta grein Auðar Bjamadóttur sem hún að okkar beiðni vann upp úr íyrirlestri sem hún flutti um sama efni á fundi hjá áhugafélagi um heimafæðingar. Víða er hægt að leita fanga um fræðslu og gefur það fræðslunni meiri lit að blanda saman hefðbundnu og óhefðbundnu efni. Fræðsla er nú í boði í svo ijölbreyttu formi að maður má hafa sig allan við að fylgjast með. Haldin eru námskeið, fræðslufundir nær og ijær, að ekki all sé talað um framhaldsnám sem er öllum opið sem vilja leggja það á sig. í litlu félagsblaði er ekki hægt að gera þessu tæmandi skil en við reynum að koma því að sem berst til okkar og því sem við rekumst á í leit okkar að efni. Blaðið sem nú er komið út stækkaði um helming miðað við það sem lagt var upp með, því ekki er hægt að neita þegar gott efni berst. Það er stefina okkar að birta það sem berst til okkar svo fremi það berist í tíma því það er alltaf hægt að bæta við síðum ef tíminn er nægur. Það er sérstaklega ánægjulegt að finna og sjá hvað ljósmæður eru áhugasamar að skrifa og senda efni til okkar og hvet ég ykkur sem eigið efni í fórum ykkar að senda okkur það sem fyrst því gott efni er alltaf vel þegið og betra ef það berst tímanlega. Efnisyfirlit Viðurkenning á Háskólahátíð 2 Ritstjóraspjall Ólafía M. Guðmundsdóttir ljósmóðir 3 Formannshugleiðingar Ástþóra Kristinsdóttir ljósmóðir 4 Hvað felst í mæðravemd ? Viðhorf kvemta og ljósmæðra. Helga Gottíreðsdóttir ljósmóðir 5 Mikilvægt að standa með viðhorfum sínum - viðtal við Kirsten Rosendahl ljósmóður á Fjóni. Helga Harðardóttir ljósmóðir 16 Jóga á meðgöngu Auður Bjamadóttir jógakennari 22 Norðurlandasamstarf Hildur Kristjánsdóttir ljósmóðir 26 Stiklur úr dönsku blöðunum Katrín Edda Magnúsdóttir ljósmóðir 29 Parvovíms Hildur Harðardóttir læknir 31 Ársskýrsla LMFÍ 2001 - Stjóm og nefndir LMFÍ 2001 - 2002 35 Nýútskrifaðar ljósmæður 38 Fréttir ífá LMFÍ 38 Ráðstefhur 38 Ljósmæðrablaðið gefið út af Ljósmæðrafélagi Islands Hamraborg 1 200 Kópavogi Sími: 564 6099 fax 564 6098 Netfang: lmfi@prim.is Heimasíða: www.ljosmaedrafelag.is Ritstjóri Ólafla M. Guðmundsdóttir ljósmóðir Sími: 564 4254/861 4254 Netfang: olafinnur@centrum.is Ritnefnd Jenný Inga Eiðsdóttir Sími: 561 0336 Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir Sími: 567 0841 Halla Hersteinsdóttir Sími: 695 8785 Katrín Edda Magnúsdóttir Sími: 561 1636 Myndir Kristinn Ingvarsson Jón Svavarsson Ólafía M. Guðmundsdóttir Helga Harðardóttir Þórdís Ágústdóttir og fleiri. Auglýsingar Ólafla M. Guðmundsdóttir Uppsetning er í höndum ritstjóra. Prentun og umbrot Skemmuprent. Upplag 500 eintök. Ljósmæðrablaðið er opinbert tímarit Ljósmæðrafélags íslands og er öllum ljósmæðrum frjálst að senda efni í blaðið. Greinar sem birtast í blaðinu eru alfarið á ábyrgð greinahöfúnda og endurspeglar ekki endileg viðhorf ritstjóra, ritnefndar eða Ljósmæðra félagsins. Ritnefnd áskilur sér þó rétt til að endursenda greinar til lagfæringar ef málfari eða írágangi er ábótavant og hafna alfarið birtingu greina sem eru illa unnar eða málefnum ljósmæðra óviðkomandi. Skilafrestur í aprílblað er febrúarlok og íyrir októberblað ágústlok og skulu greinahöfimdar skila efni annaðhvort á disklingi eða senda það á netfang ritstjóra - olafinnur@centrum.is Forsíðumynd er af sumarbústað LMFÍ Kjarrhúsi í Biskupstungum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.