Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 31

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 31
Fimmta t/eihin Hildur Harðardóttir læknir Mörgum er í fersku minni faraldur fimmtu veikinnar á síðastliðnum vetri. Þetta var versti faraldur í manna minnum og höfðu heimilislæknar mikið að gera við að sinna veikum bömum. En fimmta veikin leggst líka á fullorðna og þar með barnshafandi konur. Spumingin um áhrif fimmtu veikinnar á fóstrið kom oft upp og virtist margt heilbrigðisfólk ekki í stakk búið að svara spurningum skjólstæðinga sinna. Hér á eftir er farið yfir helstu atriði varðandi fimmtu veikina eins og hún snýr að mæðravernd. “Fimmta veikin” Hugmyndaflugið var greinilega í lágmarki þegar veikin var nefnd en nafnið kom til vegna þess að þetta er fimmta barnaveikin á eftir fjórum áður algengum barnasjúkdómum; skarlatssótt, rauðum hundum, mislingum og dílaroða (roseola). Orsökin er parvó B19 veira sem er einþráða (single stranded) DNA veira. Hann fjölgar sér í beinmerg, einkum í forstigsfrumum rauðra blóðkorna (erythroid precursor cells) og getur valdið tímabundnu blóðleysi sem áður heilbrigðir einstaklingar finna alla jafna ekki fyrir. Hins vegar getur fólk með alvarlega blóðrauðakvilla (hemoglínopathies) og þrálátan rauðaleysandi blóðskort (hemolytic anemia) fengið alvarlega fækkun á öllum blóðfrumum (aplastic crisis)(i) í kjölfar parvósýkingar. Faraldrar ganga alla jafna á 4-5 ára fresti, oftast seinni part vetrar og á vorin. Þungaðar konur sem eru í mestri hættu að smitast eru leikskólakennarar og aðrir sem vinna náið með börnum. Alla jafna er talað um tvo fasa sýkingarinnar. Fyrri fasinn stendur í 5-10 daga eftir að einstaklingurinn hefur verið útsettur fyrir veirunni og einkennist af Qölgun veirunnar í merg, veirudreyra (viremiu) og síðan útskilnaði veirunnar (viral shedding) í hálsi. Á þessum tíma er einstaklingurinn bráðsmitandi en veit oftast ekki af sýkingunni. í öðrum fasanum koma hiti, kvefeinkenni og útbrot, og stundum einnig liðbólgur, einkum hjá fullorðnum. Börn fá dæmigert útlit með roða yfir kinnbeinum (slapped cheek). Á þessum tíma er einstaklingurinn ekki smitandi. Algengasta smitleið er öndunarsmit eða snertismit handa í munn. Heilbrigðir einstaklingar sem hafa áður komist í snertingu við parvóveiruna hafa myndað mótefhi og fá ekki endurteknar sýkingar. Margir hafa verndandi mótefni án þess að kannast við að hafa fengið fimmtu veikina, einfaldlega vegna þess að flestir fullorðnir fá vægan sjúkdóm með smávegis særindum í hálsi, sem gengur yfir án eftirmála. Parvóveirusýking á meðgöngu. Ef þunguð kona fær fimmtu veikina eru líkur á fósturláti á bilinu 2-10%.(2) Af verðandi mæðrum sem sýkjast af parvóveirunni þá sýkjast 30% fóstra en aðeins 3% þeirra fá fósturbjúg (hydrops).(3) Fósturbjúgur er alvarlegt ástand, hver svo sem undirliggjandi orsökin er, þar sem langstærstur hluti fóstra deyr í kjölfarið. Ef fósturbjúgur er vegna blóðleysis í kjölfar parvósýkingar má bæta lífslíkur fósturs með blóðgjöf í 60-80% í stað 15-30% án meðferðar.(4) Parvóveiran hindrar myndun rauðra blóðkorna en alvarlegt blóðleysi kemur fram sem fósturbjúgur. Þetta er svipað og sést við alvarlega rhesus- Hildur Harðardóttir er yfirlæknir á kvenlœkninga- sviði LSH og sérfræðingur í fœðingarhjáp.kvensjúk- dómum og fósturgreiningu. Liósmæðrablaðið o i nóv 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.