Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 6

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 6
ómeðhöndluðum heilsufarsvandamálum (Tew 1995; Wagner 1994; Arney 1994). Á íslandi skipulagði hjúkrunarfélagið Líkn mæðravernd fyrir konur í Reykjavík árið 1928 og var það fyrsti vísir að skipulagðri mæðravernd hér á landi (María Pétursdóttir 1969 Ingibjörg Magnúsdóttirl985;). Gildi og árangur mæðraverndar fyrstu heimsókn í mæðravemd. Þessi rannsókn leiddi í ljós að þættir sem tengdust líkamlegri líðan og upplýsingar um líkamlegt heilsufar komu álíka oft fyrir í viðtalinu og umQöllun um andlega og félagslega þætti ásamt þáttum sem tengjast mæðravemd og lifnaðarháttum á meðgöngu til samans. Rannsóknin sýndi einnig að ljósmóðirin var sá aðili sem stýrði samskiptunum og leiddi samræðurnar. Ýmsir hafa bent á að meðgangan sé sá tími í lífi fólks sem það er hvað móttœkil egast fyri r frœðslu og leiðbeiningum og því sé hlutverk Ijósmœðra ekki síður það að styrkja verðandi foreldra í aó undirbúa sig fyrir breyttar aðstœður. Á íslandi hefúr eins og í mörgum vestrænum ríkjum verið umræða undanfarin ár um gildi og árangur mæðraverndar. Skiptar skoðanir hafa verið á þeim forsendum sem mæðraverndin byggir á og hvort umönnun og eftirlit á meðgöngu skuli eingöngu metið á grundvelli líkamlegra þátta. Sýnt hefur verið frarn á að skipulögð mæðravemd hefúr jákvæð áhrif á lækkun ungbarnadauða en oft er erfitt að meta hvað það nákvæmlega er í mæðraverndinni sem hefur áhrif á árangur. Ýmsir hafa bent á að meðgangan sé sá tími í lífi fólks sem það er hvað móttækilegast fyrir fræðslu og leiðbeiningum og því sé hlutverk ljósmæðra ekki síður það að styrkja verðandi foreldra í að undirbúa sig fyrir breyttar aðstæður (Page 1998; Ljósmæðrafélag íslands 2000). Rannsóknum á meðgöngu hefur fjölgað undanfarin ár og em líkur á að sú þróun haldi áfram, sérstaklega varðandi fósturrannsóknir. Meiri tækni gerir okkur kleift að fylgjast nánar með líkamlegri líðan móður og fósturs og hefúr þetta áhrif á viðhorf verðandi mæðra og ljósmæðra til þeirrar þjónustu sem felst í mæðravernd. Hins vegar hefur innihald mæðraverndar lítið verið kannað. í rannsókn Lehrman (1981) var upplýsinga aflað úr fyrstu komu kvenna í mæðravernd og var notuð til þess myndbandstækni. Greindir voru nokkrir þættir sem að lýstu samskiptunum. Þættirnir voru greindir á grundvelli þess hve oft þeir komu fyrir í samskiptum kvenna og ljósmæðra og hve miklum tíma var eytt í þá. Þessir þættir voru: samfelld þjónusta, fjölskyldumiðuð þjónusta, fræðsla og ráðgjöf, sveigjanleiki í þjónustu, ákvarðanataka skjólstæðings og tími. Methven (1980) kannaði hvað fór fram í fyrstu komu til ljósmóður en tengdi umfjöllun sína aðallega við það skipulag sem ljósmæður vinna við. Að hennar mati hefúr form skráningar og áherslur í skráningu ráðandi áhrif á samskipti ljósmóður og konunnar. Rannsókn Olson, Sandmann og Janson sem gerð var 1996 og náði til fimm heilsugæslustöðva í Svíþjóð lýsti samskiptum ljósmóður og verðandi foreldra í Hvað felst í mæðravernd ? Sjónarhorn kvenna og ljósmæðra í ýmsum rannsóknum hafa viðhorf kvenna til þjónustu á meðgöngu verið könnuð. Athygli hefur helst beinst að viðhorfi kvenna til skipulagningar mæðravemdar en minni gaumur hefúr verið gefinn að innihaldi þjónustunnar. Hirst (1998) telur að í grundvallaratriðum séu allar konur að leita eftir því sama í mæðravemd. Þessi atriði em: að fá útskýringar, að vera sýnd virðing og geta látið í ljós óskir sínar. Rannsókn Williamson og Thomson (1996) sýndi að þeir þættir sem lúta að innihaldi þjónustunnar og skipta konur mestu máli eru; að fylgst sé með barninu, fullvissa um að allt sé i lagi og samfelld þjónusta. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þess að þekkja þann sem veitir þjónustuna ( Walsh 1998, McCourt og Page 1996, Department of Health 1993). Rannsóknir hafa einnig sýnt að konur sem hitta oftar sama fagaðila í mæðravernd eru líklegri til að skilgreina þjónustuna sem góða þjónustu (Flessig og Kroll 1996). Handler (1996) athugaði samband milli mismunandi þjónustuforma í mæðravernd og ánægju hjá konum á meðgöngu. Þrátt fyrir að haldgóða skilgreiningu vantaði í rannsóknina varðandi mismunandi þjónustuform sem stóðu konunum til boða þá komu í ljós þeir þættir sem konumar mátu helst. Þeir voru; “the art of care” sem getur átt við virðingu og skilning á þeirri reynslu sem konan býr yfir auk eðli samskipta milli verðandi mæðra og fagfólks. Klinisk færni þess sem sér um mæðraverndina og það að hitta sama fagaðila vóg einnig þungt. Undanfarin ár hefúr umræða meðal ljósmæðra farið vaxandi varðandi skipulag og innihald þeirrar þjónustu sem veitt er. Umræðan hefúr þó frekar tengst skipulagi þjónustunnar þar með talið þáttum eins og hver veitir þjónustuna og mismunandi þjónustuformum. Fremur lítið hefur verið gert af því að meta viðhorf ljósmæðra til innihalds þeirrar þjónustu sem þær eru að veita. Þetta er flókið fyrirbæri þar OLjósmæðrablaðið nóv 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.