Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 13

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Síða 13
er um að ræða lítil samfélög þar sem allir þekkja alla og því er mikilvægi þess að ein ljósmóðir sinni hverri konu að mestu leyti ekki stórt atriði í þeirra augum. Hin síðari ár hafa talsvert margar rannsóknir verið gerðar á viðhorfi ljósmæðra til mismunandi vinnufyrirkomulags (Allen 1997, Page 1995, Hutton 1994, Flint 1989 ). Þessar rannsóknir hafa gefið það til kynna að þar sem ein ljósmóðir veitir samfellda þjónustu til ákveðins hóps kvenna í barneignarferlinu gætir meiri ánægju bæði hjá ljósmæðrum og bamshafandi konum. f) að vinna sjálfstætt I öllum viðtölunum var það að vinna sjálfstætt til umræðu. Þær ljósmæður sem starfa við það skipulag að sinna konum á meðgöngu í fæðingu og sængurlegu finna fyrir auknu sjálfstæði í sinu starfi. Að starfa sjálfstætt hefur verið álitið grundvallaratriði varðandi faglega ímynd ljósmæðra (Hobbs 1997, Hunt og Seymonds 1995 ). Reynsla mín er hins vegar sú að margar ljósmæður upplifa ekki þetta faglega sjálfstæði og ég get tekið undir þessa síðustu tilvitnun en víða vantar leiðbeiningar um ábyrgðarsvið hinna ýmsu stétta er sinna konum í barneignaferlinu. “...Það er sumt sem ég mundi vilja breyta, ég mundi vilja hafa lœkni í mœðraverndinni eingöngu ef um vœri að rœða lœknisfrœðileg vandamál... eða áhœttumeðgöngu... þú veist ...égsé þetta eins og tvo aðskilda hluti hvort konan er heilbrigð eða ekki...og þegar að konan þarf t.d. vottorð vegna þess að hún er ofþreytt eða illa á sig komin til að halda áfram vinnu þá finnst mér að Ijósmœður œttu að geta skrifað fyrir hana vottorð.við erum alveg færar um það ...” Lokaorð Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna lík viðhorf kvenna og ljósmæðra til þess sem mæðraverndin felur í sér. Báðir hóparnir sem rætt var við leggja áherslu á líkamlegt eftirlit sem einn aðalþáttinn í þjónustu á meðgöngu. Niðurstöður þessarar rannsóknar em í samræmi við niðurstöður rannsóknar 01sson,Sandmann og Janson sem gerð var 1996 en að þeirra áliti þá aðlagast hinir verðandi foreldrar viðhorfiim ljósmæðranna. Sú áhersla sem lögð er á líkamlegt eftirlit sérstaklega af hálfu kvennanna endurspeglar líffræðilegt sjónarhorn á meðgöngu og fæðingu og túlkun á hugtakinu öryggi sem kom oft fýrir í textanum staðfestir þetta enn frekar. Þessi upplifun kvenna af mæðravernd hefur komið fram í fleiri rannsóknum (Steer 1993, Hirst, Hewison, Dowswell,Baslington og Warrilow 1998). Mikil þörf kvennanna fyrir fullvissu um að allt sé í lagi tengdist oftast líkamlegu eftirliti og rannsóknum en áhersla á að hitta sömu ljósmóður getur líka virkað uppörvandi og falið í sér ákveðið öryggi. Ástæður þess að svo mikil samsvömn var milli svara ffá ljósmæðmm og verðandi mæðrum geta tengst aðferðafræði rannsóknarinnar t.d að viðtalsramminn sem notaður var hafi ekki verið nægjanlega markviss og að spumingamar séu ekki nægjanlega opnar eða skýrar eða hafi verið leiðandi. Að hluta til getur skýringin verið sú að hóparnir koma úr mjög sambærilegu umhverfi sem mótar viðhorf þeirra til heilbrigðisþjónustu. Viðhorf kvennanna byggja þannig á þeirri þjónustu sem þeim stendur til boða. Þrátt fyrir að sömu stef/þemu væm áberandi í viðtölum hjá konum og ljósmæðrum þá komu ólík hugtök mismunandi oft fýrir. Ljósmæður skilgreindu hlutverk sitt út frá fræðslu og stuðningi við konuna og fjölskyldu hennar en sálfélagslegir þættir voru hins vegar lítið til umræðu þegar rætt var um hvað þeim þætti mæðraverndin fela í sér. Engin umræða var um að þjónustan skuli byggjast á rannsóknum og ekki var rætt um að þjónusta við konuna og fjölskyldu hennar skuldi byggjast á upplýstu vali. Þegar rætt var um fræðsluþarfir kvennanna tengdist umræðan ofitast líkamlegum breytingum eða fæðingunni sjálfri. Ekki var því komið inná fræðslu varðandi t.d fósturrannsóknir sem skipa nú stærri sess í mæðraverndinni. í því sambandi er vert að benda á að þrátt fyrir að fósturrannsóknir séu skilgreindar og framkvæmdar á læknisfræðilegum forsendum þá hafa þessar rannsóknir áhrif langt út fýrir sinn upphaflega tilgang og það er enn frekar staðfesting á að ljósmæður þurfa að vera hæfar til að sameina ólíka þætti í sínu starfi. Þessi rannsókn gefur tilefni til enn ffiekari skoðunar á þjónustu ljósmæðra og þá einkum því sem tengist upplifún og ánægju verðandi foreldra. Einnig væri áhugavert að athuga ffiekar hugtakið öryggi sem virðist vera bæði verðandi mæðrum og ljósmæðrum hugleikið. Mæðraverndin er kjörin vettvangur til að stuðla að heilsueflingu hjá verðandi foreldrum og styrkja þá þannig íöllum viðtölunum varþað að virma sjcdfstætt til umrœðu. Þœr Ijósmœöur sem starfa við það skipulag að sinna konum á meðgöngu í fœðingu og sœngurlegu fmna Jyrir auknu sjálfstœði í sínu staifi. Ljósmæðrablaðið i nóv 2001 1 J

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.