Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 33
Eftirlit á meðgöngu og meðferð. Ef ný parvosýking móður er staðfest þarf að fylgjast með fóstrinu vikulega með ómskoðun, í 8-10 vikur, í leit að merkjum um fósturbjúg. Mesta hættan fyrir fóstrið er 3-6 vikum eftir sýkingu móður, en dvínar svo með tímanum.(8) Einnig má nota blóðflæðismælingu (Doppler) í miðhjarnaslagæð (middle cerebral artery, MCA) og mæla hámarks systólískt útslag á sama hátt og lýst hefur verið hjá fóstrum með rhesus næmingu. Ef hámarksútslag í MCA er yfir 95% ile eru auknar líkur á blóðleysi fósturs og þar með hætta á myndun fósturbjúgs.(9) Blóðflæðismælingin getur þannig gefið vísbendingu um sýkingu áður en fósturbjúgur kemur ífam. Ef fósturbjúgur myndast er hægt að gefa fóstrinu blóð, annað hvort í kviðarhol (peritoneal transfusion) eða í æð (intravascular transfusion). Slíkar aðgerðir eru vandasamar og ekki framkvæmdar nema á fáum stöðum í heiminum. Frá íslandi konur verið sendar til Skotlands ef gefa þarf fóstri blóð vegna rhesus næmingar en engin kona hefur farið utan vegna fósturblóðleysis af völdum parvósýkingar. Horfur fósturs. Eftir að fósturbjúgur hefur myndast eru horfur slæmar, aðeins 15-30% lifa án meðferðar. Rodis og félagar könnuðu meðal Bandarískra sérfræðilækna í fæðingarlæknisfræði (Society of Perinatal Obstetricians) árið 1997 hvaða meðferð þeir beittu við Parvósýkingu á meðgöngu.(io) Af þeim 539 tilfellum af parvósýkingu með fósturbjúg sem tilkynnt voru dó þriðjungur fóstra í móðurkviði, hjá þriðjungi gekk bjúgurinn til baka án meðferðar og hjá þriðjungi gekk bjúgur til baka í kjölfar blóðgjafar. Af þeim fóstrum sem fengu blóðgjöf dóu 6%. Ekki er ljóst hvort fóstrin dóu vegna aðgerðarinnar eða hvort þau voru of langt leidd og varð þess vegna ekki bjargað. Af þeim sem fengu blóðgjöf var lifun 83,5%. Eitt prósent kvenna fór í fóstureyðingu eftir að fósturbjúgur hafði myndast, allar innan við 21 vikna meðgöngu, en meðalmeðgöngulengd við greiningu var á bilinu 16-32 vikur. Ef fóstrið lifir eru langtímahorfur góðar en þroski miðtaugakerfis var sambærilegur við börn kvenna sem höfðu merki um gamla parvósýkingu.(i i) Hins vegar vantar upplýsingar um langtímahorfúr fósturs eftir blóðgjöf á meðgöngu. Ef litið er á rhesus sjúkdóm, sem er sambærilegur við parvósýkingu með tilliti til blóðleysis, þar sem fósturblóðgjöf er gerð vegna blóðleysis, þá eru horfur góðar.(i2) Fjarvistir frá vinnu. Á meðan mótefnamæling fer fram er mælt með að halda sig frá mögulegum smitberum. Því ættu þungaðir leikskólakennarar og jafnvel grunnskólakennarar, að vera heima þangað til niðurstaða fæst. Efvemdandi móteíni em til staðar getur konan farið aftur í vinnu en ef hún hefur ekki verndandi mótefni þá mæla sumir með að konan sé heima þangað til faraldurinn er genginn yfir. Ef engin mótefni em til staðar þarf að endurtaka mótefnamælingu eftir 2-3 vikur til að fá fúllvissu um að nýtt smit hafi ekki orðið. Sýking er þó ekki útilokuð þó svo konan sé heima, hún gæti til dæmis hafa orðið útsett án sinnar vitundar fyrr á meðgöngunni eða í gegnum fullorðna. Það er því erfitt að setja algildar reglur og þar sem hér getur verið um margra vikna fjarvistir frá vinnu að ræða er best er að meta hvert tilfelli fyrir sig. Tafla 2. Nokkrar staðreyndir um parvóveiru B19 sýkingu í þungun *Erlendis er allt að helmingur kvenna með verndandi mót- efni. íslenskar tölur eru ekki til. 50% *Þriðjungur fóstra sýkist í kjölfar sýkingar móður 30% *Tíðni fósturláta á 1. þriðjungi meðgöngu 10% *Sýkt fóstur og fós turbjúgur 3% *Smithætta ef smitberi á heimili 50% *Smithætta ef smitberi í skóla eða nágrenni 20-50% Niðurlag. Parvóveirusýking hjá þungaðri konu getur valdið sýkingu hjá allt að þriðjungi fóstra með þeim afleiðingum að alvarlegur fósturbjúgur myndast.. Án meðferðar deyr allt að 70% fóstra í móðurkviði en yfir 80% lifa eftir blóðgjöf. Á íslandi er ekki vitað hve stór hluti þjóðarinnar hefúr mótefúi gegn parvóveiru B 19 né hve stór hluti þungaðra kvenna smitaðist í síðasta faraldri. Ef verndandi mótefni eru til staðar getur konan farið aftur í vinnu en efhún hefur ekki verndandi mótefni þá mœla sumir með aðkonan sé heima þangað til faraldurinn er genginn yfir. Ljósmæðrablaðið n nóv 2001

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.