Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 27
Ljósmæðranám í Danmörku breytist frá
1. sept. 2001 úr 3 ára námi í 3 og 1/2 árs nám
og verður annaskipt eða 7 annir. Náminu lýkur
með bachelorgráðu. Menntunarkröfur kennara
verða auknar í að hafa MPH eða kandidatspróf.
Þeir fá 5 ára aðlögunartíma.
Umræða um verkfallsrétt ljósmæðra hefur
verið nokkur í Danmörku og kemur í ljós að
ljósmæður sem vinna við mæðravemd og við
sængurlegu geta farið í verkfall en
fæðingaþjónusta er undanþegin verkfalli.
Þessu er svipað varið í hinum löndunum og
varð nokkur umræða um hvernig væri hægt
að fara í launabaráttu án þess að hún bitnaði
á 3.aðila.
í Finnlandi voru samþykkt ný lög fyrir
ljósmæðrafélagið og er aðalbreytingin sú að
þau gera ráð fyrir að tengsl við stór samtök
svipuð BHM hér á landi, verði rofin. Stórt
áhyggjuefni í Finnlandi er hversu fáar
ljósmæður fá vinnu við mæðravemd og er hún
að rnjög rniklu leyti í hendi hjúkrunarfræðinga
og lækna. Menntun ljósmæðra er 4 og 1/2 ár
og í dag eru útskrifaðar um 200 ljósmæður á
ári. Þrátt fyrir það er séð fram á ljósmæðraskort
eftir 10 ár og er talsverð umræða um hvemig
sé hægt að laða að ljósmæðranema og hversu
marga nemendur þarf að taka inn árlega.
í Færeyjum fengu ljósmæður umtalsverða
launahækkun. Þar varð einnig um það bil 15%
aukning á fæðingum á árinu 2000 frá árinu á
undan. Þar hefur fæðingastöðum fækkað
verulega og þurfa konur nú að fara oft um
langan veg til að komast á fæðingardeild.
Umræðan á stjómsýsluplaninu er auðvitað um
„dýra fæðingastaði”, sem eru þeir litlu og er
hár kostnaður talinn réttlæta löng og oft erfið
ferðalög kvennanna, að ekki sé minnst á
ljarveru frá fjölskyldu og heimili um lengri
tíma. Þessa umræðu þekkjum við allvel hér á
landi. í Noregi hefur verið markvisst unnið að
því að flokka fæðingastaði og að halda úti
fæðingaþjónustu í dreifbýli. Þetta hefur verið
kynnt áður í grein sem þessari og vísast til
hennar hér.
Skýrsla Islands var byggð á skýrslu þeirri
sem flutt var á aðalfundi félagsins í vor og
vísast til hennar.
í Noregi var frestað afgreiðslu á nýrri
handbók/leiðbeiningum fyrir mæðravernd í
landinu þar sem ekki náðist þverfagleg sátt
um hana. Sagt var frá því að ríkið væri að
yfirtaka rekstur allra sjúkrahúsa og hugsanleg
áhrif þess á framtíð fæðingaþjónustunnar rædd.
Félagið gekkst fyrir könnun á landsvísu um
hvernig lögin um „kommune” ljósmæður
hefðu náð fram að ganga. Það kom í ljós að
aðeins 19 % bæjar/sveitafélaga hafa 1 stöðugildi
fyrir bæjar/sveitarfélags ljósmæður og aðeins
99 af 439 bæjar/sveitarfélögum hafa
fylgiþjónustu (þ.e. ljósmóðir fylgi konunni á
fæðingarstað) inni í starfslýsingu eða stöðugildi
sínu. Félagið hefur gengist fýrir allmörgum
endur- menntunamámskeiðum fyrir ljósmæður
á árinu, meðal annars um rannsóknaraðferðir
og heimspeki. Áframhaldandi umræða er um
menntun ljósmæðra í Noregi sem ekki uppfyllir
EB staðla ennþá. Málið er enn til umfjöllunar
hjá stjórnsýslunni.
Sænskar ljósmæður ræða mjög þessa
dagana um það hvað barneignarþjónustan
inniber. Hvernig er hægt að gera hana meira
evidence-based en hún er nú þegar, hvemig er
hægt að skipuleggja þjónustuna og hvar á hún
að fara ffam. Möguleikar á samfellu í þjónustu
hafa vaxið nokkuð með tilkomu þess að opnaðar
hafa verið tvær stórar barneignareiningar hvor
um sig getur annað um 2000 fæðingum. Þessar
einingar munu annast meðgöngu, fæðingar og
sængurlegu/heimaþjónustu út frá hugmynda-
fræðinni ljósmóðir með konunni. Það hefur
sýnt sig að ABC einingarnar hafa verið dýrar
í rekstri og því á að reyna þetta form, sem er
stærra í sniðum og ekki eingöngu ætlað „low-
risk” konum. Talsverðar umræður urðu um
þetta og það kom í ljós þar að þessar einingar
munu hafa nemendur bæði ljósmæðranema,
læknanema og lækna í sérfræðinámi.
Einingarnar verða algjörlega undir stjórn
ljósmæðra og mun Ulla Waldenström stjórna
annarri þeirra.
Sænskar ljósmæður hafa verið mjög virkar
í að beita sér fyrir samráðsfundum með
kvensjúkdóma- og fæðingarlæknum og hafa
sett fram sameiginlegar yfirlýsingar oftsinnis.
Nú síðast um hvernig verði reynt að draga úr
4° spangarrifum. Nú er umræða þeirra á milli
um hvemig sé hægt að bregðast við hækkandi
tíðni keisaraskurða. Það kom einnig fram að
viðhorfabreyting er að verða frá því að líta á
fæðingu sem áhættuferli í að sjá hana sem
eðlilegt ferli. í Svíþjóð em eins og í Finnlandi
áhyggjuefni að á næstu 10 árum mun verða
skortur á ljósmæðrum. Unnið er að áætlun um,
aðallega á skólastigi, hvernig eigi að bregðast
við þessu. Áhyggjuefni ljósmæðrafélagsins er
hvemig hægt verði að tryggja hágæða verklega
þjálfun nemenda og hafa áhyggjur af t.d. þjálfun
í notkun sogklukku og að taka á móti barni í
sitjandastöðu. 1300 ljósmæður frá öllum
Möguleikar á samfellu i
þjónustu liafa vaxið nokkuð með
tilkomu þess að opnaðar hafa
verið tvœr stórar bameigna-
einingar hvor um sig getur
annað um 2000 fœðingum.
Þessar einingar munu annast
meðgöngu,fœðingarogsœngur-
legu/heimaþjónustu út frá
hugmynda- frœðinni ijósmóðir
með konunni.