Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 15.11.2001, Blaðsíða 35
Ársskýrsla stjórnar LMFÍ EOW Haldnir voru átta stjórnarfundir árinu, þar af einn starfsdagur. Almennir félagsfundir voru þrír. Þær breytingar urðu á stjóm að Guðlaug Einarsdóttir gekk í stjórnina en Rósa Bragadóttir vék úr henni. Ennfremur sagði Margrét Hallgrímsson af sér stjórnarstörfum vegna breytinga vinnuhögum sínum. Fjöldi starfandi ljósmæðra er nú 228, kjarafélagar LMFÍ erul79 en fagfélagar eru 58. Anægjulegt er að fylgjast með því að sífellt Qölgar ljósmæðrum sem kjósa að vera innan LMFÍ jafnvel þó að ljósmæðrastarfið sé ekki þeirra aðalstarf. Breytingar urðu á ljómæðraráði, en það skipa nú Hildur Kristjánsdóttir fyrir hönd LMFÍ og Helga Gottfreðsdóttir fyrir hönd Háskóla íslands en Vilborg Ingólfsdóttir fyrir hönd Heilbrigisráðuneytisins en hún er jafnframt formaður ráðsins. Lítið hefur þokast samningaátt kjaramálum. Lítill vilji virðist vera af hálfu SNR til að semja og ekki virðist vera vilji til að ljósmæður fái þær launahækkanir sem sambærilegar stéttir hafa verið að fá að undanförnu. Haldinn var félagsfundur um kjaramálin þann 17.apríl sl. Þar mættu einungis um 20 ljósmæður og vonast er til að fundurinn ræði aðeins um kjaramálin á eftir og gefi kjaranefndinni línur um hvað félagsmenn vilja gera í málunum. Stjórn LFMÍ ákvað í vetur að starfshlutfall starfsmanna skyldi aukið upp í 100%. Formaður hefur verið fast skrifstofunni frá klukkan 13-17 alla fimmtudaga. Margrét Bjarnadóttir starfsmaður skrifstofunnar er eftir sem áður þar við eftir hádegi mánudögum. Þær breytingar urðu um áramótin að öllu sjálfstætt starfandi heilbrigisstarfsfólki var gert skylt að tryggja sig s.k. sjúklingatryggingu. Ljósmæður í heimafæðingum og heimaþjónustu urðu því að tryggja sig aukalega, burt séð frá fyrri tryggingum. Benda má á að ný lög um fæðingaorlof gengu í gildi um áramót. Með þeim hafa feður nú rétt á mánaðar fæðingaorlofi sem er bundið þeim. Ánægjulegt er að feður hafa tekið þessu tækifæri feginshendi og nú þegar nýtir yfir helmingur þeirra sér þennan rétt. Ljósmæðrablaðið á 80 ára afmæli á næsta ári, árið 2002. Eitt tölublað kom út á árinu. Ritstjóraskipti urðu um áramót þegar gerður var þjónustusamningur við Ólafíu M. Guðmundsdóttur ljósmóður. Starfssamningurinn kveður á um að út komi blað í apríl og október. Tveir NJF fundir voru á starfsárinu, aðalfundur s.l. haust og var þar kjörinn nýr formaður sem kemur írá Finnlandi að þessu sinni. Fulltrúar LMFÍ á þeim fúndi voru Ástþóra Kristinsdóttir og Hildur Kristjánsdóttir. Seinni fundurinn var aukafundur þar sem spáð var og spekúlerað um stöðu NJF og hvort samtökin skyldu vera fyrir ljósmæður eingöngu eða einnig fyrir ljósmæðradeildir innan hjúkrunarfélaga. Var Hildur Kristjánsdóttir fulltrúi LMFÍ þar. Næsta Norðurlandaþing ljósmæðra verður haldið hér á landi árið 2004. I ráðstefnunefiid eru formaður LMFI Ástþóra Kristinsdóttir, Hildur Kristjánsdóttir, Hrefna Einarsdóttir, Margrét Hallgrímsson, formaður fræðslunefndar LMFÍ og Sigfríður Inga Karlsdóttir. Þema ráðstefnunnar hefur ekki verið ákveðið og fer það væntanlega eftir þeim abströktum sem berast. Allar tillögur eru vel þegnar. Ráðstefnan verður haldin öðru hvoru megin við hvítasunnuhelgina. Nefndin óskar eftir áhugasömum ljómæðrum til starfa fyrir ráðstefnuna. Stjórnin samþykkti að hækka gjald fagfélaga á fræðslu sem haldin er á vegum félagsins. Var ákveðið að hrinda því í framkvæmd eftir að stjórnin hafði fjallað um efnið mörgum sinnum og einnig hefur verið Qallað um þetta tvisvar aðalfundum félagsins og einum félagsfundi. Var almenn sátt um að svona skyldi þetta vera. Athygli er vakin á því að kjarafélagar greiða félagsgjöld á milli 30- 40.000 kr. á ári miðað við fullt starf en fagfélagar greiða einungis 3.500 kr. Styrkur úr starfsmenntunarsjóði LMFÍ hefur nú hækkað í 30 þúsund krónur fyrir kjarafélaga annað hvert ár. Búið er að gera breytingar á lögum og reglum LMFÍ, þærfylgjameðíúndargögnumoghafa

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.