Freyr

Volume

Freyr - 01.11.1931, Page 6

Freyr - 01.11.1931, Page 6
106 F R E Y R 1900 ............. 17500 — 1910 ............. 30400 — 1920 ............. 33000 — Uppskeran hefir aukist frá ári til árs og verulegur uppskerubrestur eigi orðið. Þó hefir nokkur ár verið rýr uppskera, t. d. 1892, þá hálfu minna en árið á undan. Nálægt V3 minni uppskera en best hefir verið áður, hefir og orðið 1897, 1907, 1914 og 1921. Af þessu má sjá, að jarðeplarækt getur verið hér nokkurnveginn árviss. Einkum þegar þess er gætt að víða er jarðeplunum eigi veitt sú aðhlvnning sem nauðsyn er á til þess að þroski þeirra sé árviss. 1 landi sem voru, hefir jarðepla- og grænmetisrækt mjög mikla þýðingu. Kornyrkja er hér engin og verður aldrei svo arðvænleg sé. Jarðepli, rófur og ann- að grænmeti verður að koma í staðinn fyrir kornið, og með því' er hægt að spara roikil kornmatarkaup. Vér höfum ágætis kjöt, fisk og mjólk, og það með jarðepl- um og grænmeti er næringarrík og holl fæða. Vér ræktum enn og notum of lítið af jarðeplum og grænmeti. Hér skal að- eins rætt um jarðeplin. Af eftirfarandi skýrslu sést hve mikið hefir verið rækt- að og flutt inn og notað alls á 5 ára tímabili. SKÝRSLA um jarðeplanotkun á íslandi árin 1925—1929. Inn- Upp- flutt skera Alls tnr. tnr. tnr. 1925 ............. 23290 34000 57290 1926 ............. 21300 34000 55300 1927 ............. 20930 42500 63430 1928 ............. 17780 42500 60280 1929 ............. 18640 39000 57640 Meðaltal 1925—29: 20388 38400 58788 Mannfjöldi 1930 er 108.700. Verður því jarðeplanotkunin pr. mann nálega 54 kg. Jarðepli þau er fluttust til landsins 1929 er talið að hafi kostað kr. 329.951,00 eða 18 kr. pr. tunnu. Þessar tölur tala. Þær segja: Vér not- um minna af jarðeplum en allir nágrann- ar vorir og ræktum minst allra, en kaup- um dýru verði frá útlöndum meira en l/A af þeim jarðeplum, sem vér notum. Já, 1929 höfum vér greitt 330.000 kr. fyrir aðflutt jarðepli. 1 bæjunum er nú víða atvinnuleysi. Al- þingi síðasta veitti 300.000 kr. til að bæta úr þeim vandræðum. Það er nær sama upphæð og vér kaupum jarðepli fyrir. En vér getum auðveldlega ræktað jarðepli, sem svarar til þeirrar notkunar sem nú er, já, og margfalt meira. Ef vér gætum ræktað jarðepli til eigin þarfa spörum vér að kaupa þau frá út- löndum. Það er nú sem stendur um 300 þús. kr. árlega. Hér er aðeins að ræða um eina vörutegund, en líkt mun ástatt með margar fleiri. Vér. þurfum að verða sem mest sjálfbjarga. Holt er heima hvað. En getum vér aukið jarðeplarækt vora. Já, það er hægt að auka hana svo, að innan tveggja ára getum vér verið sjálf- bjarga, ef dugur og vilji er til. Að sjálfsögðu eru skilyrði til garðyrkju næsta mismunandi hér á landi. Á Suður- landi eru þau yfirleitt ágæt og reynslan sýnir að af sama flatarmáli afla menii álíka mikið og alment tíðkast erlendis. í öðrum landshlutum eru skilyrðin meira mismunandi. Á sumum stöðum all- góð, þar sem mest er veðursæld, en langt upp til dala og á annnesjum miður góð. Næturfrost eyðileggur þar víða uppsker- una síðari part sumars. Á þessum stöð- um verða eigi jarðepli ræktuð nema með sérstakri alúð og umhyggju. Garðstæði

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.